-
„Ég vil fara“Varðturninn (almenn útgáfa) – 2016 | Nr. 3
-
-
Taktu eftir að Rebekka bauðst ekki aðeins til að gefa úlföldunum tíu að drekka heldur bauðst hún til að brynna þeim þar til þeir hefðu drukkið nægju sína. Þegar úlfaldi er mjög þyrstur getur hann drukkið hátt í 100 lítra af vatni. Ef allir úlfaldarnir voru það þyrstir stóð Rebekka frammi fyrir margra klukkustunda erfiðisvinnu. Eins og sjá má af frásögunni er þó ólíklegt að úlfaldarnir hafið verið mjög þyrstir.a En Rebekka vissi það ekki þegar hún bauð fram aðstoð sína. Hún var óðfús að vinna þetta verk til að geta sýnt þessum ókunna roskna manni umhyggju sína. Hann þáði aðstoð hennar. Síðan fylgdist hann náið með henni þar sem hún fyllti kerið margsinnis með vatni og tæmdi það í vatnsþróna. – 1. Mósebók 24:20, 21.
Rebekka var dugleg og gestrisin.
-
-
„Ég vil fara“Varðturninn (almenn útgáfa) – 2016 | Nr. 3
-
-
Rebekka tók eflaust eftir því að roskni maðurinn fylgdist með henni. Það var ekkert óviðeigandi við þessa athygli heldur horfði hann á hana undrandi og glaður. Þegar Rebekka var loks búin að brynna úlföldunum gaf hann henni dýrmæta skartgripi að gjöf. Síðan spurði hann: „Segðu mér hvers dóttir þú ert. Er rúm fyrir okkur í húsi föður þíns, að við megum gista?“ Þegar hún sagði honum hverra manna hún væri varð hann enn glaðari. Hún sagði þessu næst við hann, trúlega áköf í bragði: „Við erum vel birg af hálmi og heyjum og einnig er húsrúm til gistingar.“ Þetta var rausnarlegt boð því maðurinn var ekki einn á ferð. Síðan hljóp hún af stað á undan honum til að segja móður sinni tíðindin. – 1. Mósebók 24:22-28, 32.
-