-
„Ísrael Guðs“ og ‚múgurinn mikli‘Varðturninn – 1995 | 1. desember
-
-
8 Þegar Ísraelsþjóðin var trúföst viðurkenndi hún drottinvald Jehóva og leit á hann sem konung sinn. (Jesaja 33:22) Þannig séð var Ísrael konungsríki. En eins og opinberað var síðar fól fyrirheitið um ‚ríki‘ jafnvel meira í sér en þetta. Ísraelsþjóðin var enn fremur hrein og aðgreind frá þjóðunum umhverfis er hún hlýddi lögmáli Jehóva. Hún var heilög þjóð. (5. Mósebók 7:5, 6) Var hún prestaríki? Þannig var að í Ísrael var Levíættkvísl útvalin til musterisþjónustunnar og innan hennar voru levítaprestarnir. Þegar Móselögin tóku gildi voru karlar af Levíætt teknir í skiptum fyrir frumburði allra fjölskyldna sem ekki voru af Levíætt.a (2. Mósebók 22:29; 4. Mósebók 3:11-16, 40-51) Þannig má segja að hver einasta fjölskylda í Ísrael hafi átt sér fulltrúa við musterisþjónustuna. Þjóðin gat ekki komist nær því að vera prestastétt. Engu að síður var hún fulltrúi Jehóva gagnvart þjóðunum. Sérhver útlendingur, sem vildi tilbiðja hinn sanna Guð, varð að gera það í félagi við Ísrael. — 2. Kroníkubók 6:32, 33; Jesaja 60:10.
-
-
„Ísrael Guðs“ og ‚múgurinn mikli‘Varðturninn – 1995 | 1. desember
-
-
a Er prestastétt Ísraels var vígð og sett í embætti voru frumgetnir synir ættkvísla Ísraels annarra en Leví taldir og allir karlar af Levíættkvísl. Frumburðir voru 273 fleiri en karlar af Levíættkvísl. Jehóva fyrirskipaði því að greiddir skyldu fimm siklar í lausnargjald fyrir hvern þessara 273 sem umfram voru.
-