Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Efndu það sem þú lofar“
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2017 | apríl
    • 7. (a) Hvaða heit gaf Hanna, hvers vegna gaf hún það og hvernig fór? (b) Hvað þýddi loforð Hönnu fyrir Samúel? (Sjá neðanmálsgrein.)

      7 Hanna stóð líka dyggilega við heit sem hún gaf Jehóva. Hún var minnt á það vægðarlaust að hún væri barnlaus og hún var sorgmædd og örvæntingarfull þegar hún vann heitið. (1. Sam. 1:4-7, 10, 16) Hanna úthellti hjarta sínu fyrir Guði og gaf honum þetta heit: „Drottinn hersveitanna, ef þú lítur á neyð ambáttar þinnar og minnist mín og ef þú gleymir ekki ambátt þinni og gefur mér son, þá skal ég gefa hann Drottni alla ævi hans og rakhnífur skal ekki snerta höfuð hans.“a (1. Sam. 1:11) Guð bænheyrði Hönnu og hún eignaðist soninn Samúel. Hún var himinlifandi. En hún gleymdi ekki loforðinu sem hún gaf Guði. „Ég hef beðið Drottin um hann,“ sagði hún þegar drengurinn fæddist. – 1. Sam. 1:20.

  • „Efndu það sem þú lofar“
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2017 | apríl
    • a Hanna hét Jehóva því að ef hún eignaðist son skyldi hann verða nasírei. Það þýddi að hann yrði helgaður og „frátekinn“ til að þjóna Jehóva alla ævi. – 4. Mós. 6:2, 5, 8.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila