Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Hann var þolgóður allt til enda
    Líkjum eftir trú þeirra
    • Í hefndarhug sendi Ahasía flokk 50 hermanna og höfuðsmann þeirra til að handtaka Elía. Þegar þeir fundu hann „þar sem hann sat á tindi fjallsins“a fyrirskipaði höfuðsmaðurinn Elía í nafni konungsins að koma niður. Að öllum líkindum átti að taka hann af lífi. Hugsa sér, þótt hermennirnir vissu að Elía væri „guðsmaður“, fannst þeim í lagi að ógna honum og hóta. Þvílík heimska! Elía sagði við höfuðsmanninn: „Sé ég guðsmaður skal eldur koma af himni og gleypa þig og flokk þinn.“ Þá greip Guð inn í. „Þegar í stað kom eldur af himni og gleypti höfuðsmanninn og flokk hans.“ (2. Konungabók 1:9, 10) Hræðileg örlög þessara hermanna er skýr áminning um að það er ekki léttvægt í augum Jehóva að hóta þjónum hans með fyrirlitningu eða óvirðingu. – 1. Kroníkubók 16:21, 22.

  • Hann var þolgóður allt til enda
    Líkjum eftir trú þeirra
    • Hvernig gat Elía haldið út á meðal þeirra sem sýndu þrjóska og uppreisnargjarna hegðun? Þetta er spurning sem á við nú á dögum. Hefur þú einhvern tíma verið vonsvikinn þegar einhver sem þér er annt um neitar að hlusta á skynsamleg ráð og heimtar að fá að halda áfram á skaðlegri braut? Hvernig getum við haldið út þrátt fyrir slík vonbrigði? Það er umhugsunarvert að hermennirnir skyldu finna Elía „á tindi fjallsins“. Við getum ekkert fullyrt um ástæðuna fyrir því að Elía var á fjallinu. En eitt getum við verið viss um. Elía var bænrækinn maður og þarna fann hann frið sem hjálpaði honum að nálægja sig ástkærum Guði sínum. (Jakobsbréfið 5:16-18) Við getum á sama hátt tekið okkur reglulega tíma til að vera ein með Guði, ávarpa hann með nafni og trúa honum fyrir áhyggjum okkar og vandamálum. Þannig erum við betur í stakk búin til að sýna þolgæði þegar einhver sem við erum í tengslum við hagar sér heimskulega og skemmir fyrir sjálfum sér.

  • Hann var þolgóður allt til enda
    Líkjum eftir trú þeirra
    • a Sumir fræðimenn hafa sagt að fjallið sem hér er nefnt sé Karmel þar sem Jehóva gaf Elía kraft til að sigra Baalsdýrkendur nokkrum árum áður. En það er ekki nefnt í Biblíunni hvaða fjall þetta er.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • Íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila