Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w04 1.1. bls. 32
  • Er Guði annt um okkur?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Er Guði annt um okkur?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2004
w04 1.1. bls. 32

Er Guði annt um okkur?

FINNST þér tilfinningaálagið stundum íþyngjandi? Eru vandamál í fjölskyldunni eða í vinnunni, er heilsuleysi farið að segja til sín eða hvílir einhver íþyngjandi ábyrgð á þér? Þannig er ástatt hjá mörgum. Óréttlæti, glæpir og ofbeldi hafa áhrif á alla. Orð Biblíunnar eru dagsönn: „Vér vitum, að öll sköpunin stynur . . . og hefur fæðingarhríðir allt til þessa.“ (Rómverjabréfið 8:22) Það er engin furða að margir spyrji: „Er Guði alveg sama? Mun hann hjálpa okkur?“

Hinn vitri Salómon sagði við Guð í bæn: „Þú einn þekkir hjörtu manna.“ Salómon vissi vel að Guð þekkir okkur og treysti að honum er annt um hvert og eitt okkar. Hann bað Guð um að ‚heyra frá himnum‘ og svara bænum allra guðhræddra manna sem segja honum frá ‚angri sínu og sársauka‘. — 2. Kroníkubók 6:29, 30.

Jehóva er enn annt um okkur og hann býður okkur að nálgast sig í bæn. (Sálmur 50:15) Hann lofar að svara öllum einlægum bænum sem samræmast vilja hans. (Sálmur 55:17, 23; Lúkas 11:5-13; 2. Korintubréf 4:7) Já, Jehóva heyrir þegar ‚einhver maður af öllum lýð hans ber fram bæn eða grátbeiðni‘. Ef við því treystum á Guð, biðjum hann um hjálp og nálægjumst hann njótum við umhyggju hans og leiðsagnar. (Orðskviðirnir 3:5, 6) Og biblíuritarinn Jakob fullvissar okkur um að ef við ‚nálægjum okkur Guði muni hann nálgast okkur‘. — Jakobsbréfið 4:8.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila