Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Mikilleikur Jehóva er órannsakanlegur
    Varðturninn – 2004 | 1. febrúar
    • Eiginleikar Guðs mikla hann

      20, 21. (a) Hvaða eiginleikar eru nefndir í Sálmi 145:7-9 sem eru til merkis um mikilleik Jehóva? (b) Hvaða áhrif hafa þessir eiginleikar Guðs á alla sem elska hann?

      20 Eins og við höfum séð af fyrstu sex versunum í Sálmi 145 höfum við ærna ástæðu til að lofa Jehóva fyrir ýmislegt sem tengist órannsakanlegum mikilleik hans. Í versi 7 til 9 miklar Davíð hann með því að benda á nokkra af eiginleikum hans og syngur: „Þær minna á þína miklu gæsku og fagna yfir réttlæti þínu. Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. Drottinn er öllum góður, og miskunn hans er yfir öllu, sem hann skapar.“

      21 Davíð nefnir fyrst gæsku Jehóva og réttlæti en Satan djöfullinn dró hvort tveggja í efa. Hvaða áhrif hafa þessir eiginleikar á alla sem elska Guð og eru undirgefnir drottinvaldi hans? Gæska Jehóva og réttlátir stjórnarhættir færa tilbiðjendum hans slíka gleði að þeir geta ekki hætt að lofa hann. Og það sem meira er, gæska hans nær til allra. Vonandi á það eftir hjálpa mun fleirum að iðrast og gerast tilbiðjendur hins sanna Guðs áður en það er um seinan. — Postulasagan 14:15-17.

      22. Hvernig kemur Jehóva fram við þjóna sína?

      22 Davíð kunni einnig að meta eiginleikana sem Guð sjálfur benti á þegar hann „gekk fram hjá [Móse] og kallaði: ‚Drottinn, Drottinn, miskunnsamur og líknsamur Guð, þolinmóður, gæskuríkur og harla trúfastur.‘“ (2. Mósebók 34:6) Davíð gat því lýst yfir: „Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur.“ Þó að Jehóva sé óendanlega mikill heiðrar hann mennska þjóna sína með því að vera náðugur við þá. Hann er miskunnsamur. Hann er reiðubúinn að fyrirgefa iðrandi syndurum á grundvelli lausnarfórnar Jesú. Jehóva er líka þolinmóður þar sem hann gefur þjónum sínum tækifæri til að vinna bug á veikleikum sem gætu útilokað þá frá nýjum og réttlátum heimi hans. — 2. Pétursbréf 3:9, 13, 14.

  • Jehóva er mjög kærleiksríkur
    Varðturninn – 2004 | 1. febrúar
    • Jehóva er mjög kærleiksríkur

      „Drottinn [er] . . . mjög gæskuríkur.“ — SÁLMUR 145:8.

      1. Hversu langt nær kærleikur Guðs?

      „GUÐ er kærleikur.“ (1. Jóhannesarbréf 4:8) Þessi hjartnæmu orð eru sönnun fyrir því að Jehóva stjórnar af kærleika. Hugsaðu þér, í kærleika sínum sér hann jafnvel þeim sem hlýða honum ekki fyrir sólarljósi og regni. (Matteus 5:44, 45) Kærleikur Guðs til mannheimsins gerir jafnvel óvinum hans mögulegt að iðrast, snúa sér til hans og öðlast eilíft líf. (Jóhannes 3:16) Bráðlega mun Jehóva hreinsa jörðina af óforbetranlegum syndurum til þess að menn, sem elska hann, geti lifað að eilífu í réttlátum nýjum heimi. — Sálmur 37:9-11, 29; 2. Pétursbréf 3:13.

      2. Hvaða einstaka þátt kærleikans sýnir Jehóva þeim sem eru vígðir honum?

      2 Kærleikur Jehóva til sannra tilbiðjenda sinna er þeim dýrmætur og hann er varanlegur. Þessum kærleika er lýst með hebresku orði sem þýtt er „ástúðleg umhyggja“ eða „tryggur kærleikur“. Davíð, konungur í Ísrael til forna, mat ástúðlega umhyggju Guðs afar mikils. Hann hafði sjálfur upplifað hana og einnig hugleitt samskipti Guðs við aðra. Hann gat þar af leiðandi sungið af sannfæringu: „Drottinn [er] . . . mjög gæskuríkur [„ríkur að ástúðlegri umhyggju/tryggum kærleika“, NW].“ — Sálmur 145:8.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila