Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Hvernig kviknaði lífið?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • Kafli 6. Planta sprettur upp úr moldinni á sólríkum degi.

      KAFLI 06

      Hvernig kviknaði lífið?

      Guð er „uppspretta lífsins.“ (Sálmur 36:9) Trúir þú því? Sumir telja að lífið hafi orðið til fyrir tilviljun. Ef það er rétt urðum við bara til fyrir slysni. En ef Jehóva skapaði lífið hlýtur hann að hafa gert það í ákveðnum tilgangi.a Skoðaðu það sem Biblían segir um uppruna lífsins og hvers vegna er rökrétt að trúa því.

      1. Hvernig varð alheimurinn til?

      Í Biblíunni segir: „Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.“ (1. Mósebók 1:1) Flestir vísindamenn eru sammála um að alheimurinn eigi sér upphaf. Hvernig skapaði Guð hann? Hann notaði starfskraft sinn – heilagan anda – til að mynda alheiminn, þar á meðal vetrarbrautir, stjörnur og plánetur. – 1. Mósebók 1:2.

      2. Hvers vegna skapaði Guð jörðina?

      Jehóva „skapaði [jörðina] ekki til einskis heldur til að hún væri byggð“. (Jesaja 45:18) Hann gerði jörðina að þægilegu og varanlegu heimili fyrir manninn. (Lestu Jesaja 40:28; 42:5.) Vísindin sýna fram á að jörðin er einstök. Hún er eina plánetan sem vitað er um þar sem mannlíf getur þrifist.

      3. Hvað gerir menn ólíka dýrunum?

      Eftir að Jehóva myndaði jörðina skapaði hann líf á henni. Hann byrjaði á plöntum og dýrum. Síðan „skapaði [Guð] manninn eftir sinni mynd“. (Lestu 1. Mósebók 1:27.) Hvað gerir manninn einstakan? Þar sem við erum sköpuð eftir mynd Guðs getum við endurspeglað eiginleika hans, eins og kærleika og réttlæti. Hann skapaði okkur líka þannig að við getum lært tungumál, metið fegurð og notið tónlistar. Og ólíkt dýrunum getum við tilbeðið skapara okkar.

      KAFAÐU DÝPRA

      Skoðaðu merki þess að lífið sé hannað og að sköpunarsaga Biblíunnar sé rökrétt. Kynntu þér hvað við lærum um Guð af góðum eiginleikum manna.

      4. Lífið var hannað

      Menn fá hrós fyrir að líkja eftir hönnun í náttúrunni. Hver ætti þá að fá hrós fyrir fyrirmyndina? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      MYNDBAND: Trú á Guð (2:43)

      • Hverju í náttúrunni hafa hönnuðir líkt eftir?

      Öll hús eru hönnuð og gerð af einhverjum. En hver hannaði og gerði það sem er í náttúrunni? Lesið Hebreabréfið 3:4 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      • Hvaða hönnun í náttúrunni finnst þér heillandi?

      • Er skynsamlegt að trúa að alheimurinn og allt í honum hafi verið hannað? Hvers vegna?

      Vissir þú?

      Hægt er að finna greinar og myndbönd um þetta efni á jw.org í flokkunum „Býr hönnun að baki?“ og „Viðhorf til uppruna lífsins“.

      „Öll hús eru auðvitað byggð af einhverjum en Guð er sá sem hefur gert allt.“

      Maður festir bambusþak ofan á útveggi húss sem hann byggir á suðrænum slóðum.

      5. Sköpunarsaga Biblíunnar er rökrétt

      Í fyrsta kafla 1. Mósebókar er uppruna jarðarinnar og lífsins á henni lýst. Er hægt að treysta þessari frásögu eða er hún bara goðsögn? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      MYNDBAND: Var alheimurinn skapaður? – útdráttur (3:51)

      Myndir úr myndbandinu ‚Var alheimurinn skapaður? – útdráttur‘. 1. Sköpunardagarnir sex frá sjónarhóli einhvers á jörðinni. 2. Jörðin í lok sjötta sköpunardagsins með sólarbirtu, þurrlendi, vatni, gróðri, fuglum, landdýrum og fólki.
      • Kennir Biblían að jörðin og lífið á henni hafi verið skapað á sex sólarhringum?

      • Finnst þér sköpunarsaga Biblíunnar vera rökrétt? Hvers vegna?

      Lesið 1. Mósebók 1:1 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Vísindamenn segja að alheimurinn eigi sér upphaf. Hvernig samræmist það því sem þú varst að lesa í Biblíunni?

      Sumir velta fyrir sér hvort Guð hafi notað þróun til að skapa lífið? Lesið 1. Mósebók 1:21, 25, 27 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      • Kennir Biblían að Guð hafi skapað einföld lífsform og látið þau síðan þróast í fiska, spendýr og menn? Eða skapaði hann allar helstu tegundir lífs?

      6. Menn eru einstök sköpun Guðs

      Við erum ólík dýrunum sem Jehóva skapaði. Lesið 1. Mósebók 1:26 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvað segir geta okkar til að sýna kærleika og samúð um persónuleika Guðs þar sem við erum sköpuð eftir hans mynd?

      SUMIR SEGJA: „Sköpunarsaga Biblíunnar er goðsögn.“

      • Hvað heldur þú? Hvers vegna?

      SAMANTEKT

      Jehóva skapaði alheiminn og allt líf.

      Upprifjun

      • Hvað kennir Biblían um uppruna alheimsins?

      • Lét Guð hinar ýmsu tegundir lífs þróast úr einföldu lífsformi eða skapaði hann þær allar?

      • Hvað gerir manninn einstakan?

      Markmið

      KANNAÐU

      Skoðaðu merki um hönnun í náttúrunni.

      „Hvað má læra af náttúrunni?“ (Vaknið! október 2006)

      Sjáðu hvernig faðir útskýrir sköpunarsögu Biblíunnar fyrir ungum syni sínum.

      Jehóva skapaði alla hluti (2:37)

      Lestu um hvort þróun samrýmist Biblíunni.

      „Notaði Guð þróun til að skapa hinar ýmsu tegundir lífs?“ (Vefgrein)

      Kynntu þér hvort steingervingasagan eða vísindarannsóknir bendi til að lífið hafi verið skapað eða orðið til af tilviljun.

      Uppruni lífsins - fimm áhugaverðar spurningar (Bæklingur)

      a Kafli 25 fjallar um fyrirætlun Guðs með mannkynið.

  • Lífið er gjöf frá Jehóva
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • 1. Hvers vegna ættum við að vera þakklát fyrir lífið?

      Við ættum að vera þakklát fyrir lífið vegna þess að það er gjöf frá Jehóva, kærleiksríkum föður okkar. Hann er „uppspretta lífsins“ – hann skapaði lífið. (Sálmur 36:9) „Sjálfur gefur hann öllum líf og andardrátt og alla hluti.“ (Postulasagan 17:25, 28) Jehóva gefur okkur það sem við þurfum til að lifa. Þar að auki gerir hann okkur kleift að njóta lífsins. – Lestu Postulasöguna 14:17.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila