Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Hvernig geturðu haft sem mest gagn af Biblíunni?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • Kafli 11. Kona les í Biblíunni á milli heimilisverka.

      KAFLI 11

      Hvernig geturðu haft sem mest gagn af Biblíunni?

      Hefur þér einhvern tíma fundist yfirþyrmandi að byrja á stóru verkefni? Þú skiptir því kannski niður í smærri einingar til að auðvelda þér það. Það sama á við um biblíulestur. En þú spyrð kannski: „Hvar á ég að byrja?“ Í þessum kafla skoðum við nokkur einföld ráð sem geta hjálpað þér að hafa ánægju af því að lesa og rannsaka Biblíuna.

      1. Hvers vegna ættum við að lesa reglulega í Biblíunni?

      Sá sem les reglulega í Biblíunni, „lögum Jehóva“, verður hamingjusamur og nýtur velgengni. (Lestu Sálm 1:1–3.) Reyndu að lesa bara í nokkrar mínútur á hverjum degi til að byrja með. Því betur sem þú kynnist orði Guðs því meiri ánægju hefurðu af því að lesa það.

      2. Hvernig geturðu haft gagn af biblíulestri?

      Við þurfum að stoppa og hugsa um það sem við erum að lesa til að hafa sem mest gagn af biblíulestri. Við ættum bæði að lesa Biblíuna og ‚hugleiða efni hennar‘. (Jósúabók 1:8, neðanmáls) Þegar þú lest skaltu spyrja þig spurninga eins og: „Hvað segir þetta mér um Jehóva Guð? Hvernig get ég heimfært þetta upp á líf mitt? Hvernig get ég notað þessi vers til að hjálpa öðrum?“

      3. Hvernig geturðu fundið tíma til að lesa í Biblíunni?

      Finnst þér erfitt að finna tíma til að lesa í Biblíunni? Mörgum okkar finnst það. Reyndu að ‚nota tímann sem best‘. (Efesusbréfið 5:16) Þú getur gert það með því að taka frá ákveðinn tíma á hverjum degi til að lesa í Biblíunni. Sumir taka sér tíma til að lesa í Biblíunni snemma á morgnana. Aðrir vilja heldur nota tíma seinna yfir daginn, til dæmis í hádegishléinu. Enn aðrir lesa Biblíuna á kvöldin áður en þeir fara að sofa. Hvaða tími hentar þér best?

      KAFAÐU DÝPRA

      Kynntu þér hvernig þú getur gert biblíulesturinn áhugaverðari. Lærðu að undirbúa þig vel svo að þú getir haft sem mest gagn af námi þínu í Biblíunni.

      Klippimynd: Drengur lærir smátt og smátt að meta ákveðna tegund matar. 1. Drengurinn leikur sér með matinn. 2. Drengurinn borðar matinn þegar hann er orðinn aðeins eldri. 3. Drengurinn nýtur þess að borða matinn þegar hann er orðinn enn eldri.

      Við getum lært að hafa ánægju af biblíulestri rétt eins og við getum lært að meta alls konar mat.

      4. Lærðu að hafa ánægju af biblíulestri

      Það er kannski ekki auðvelt að byrja að lesa Biblíuna. En við getum ‚glætt með okkur löngun‘ til þess, rétt eins og hægt er að læra að meta nýjan mat. Lesið 1. Pétursbréf 2:2 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Heldurðu að þú getir lært að hafa ánægju af að lesa í Biblíunni og hlakkað til þess ef þú temur þér að gera það á hverjum degi?

      Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá hvernig nokkrir einstaklingar fóru að hafa ánægju af að lesa í Biblíunni. Ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      MYNDBAND: Ungt fólk lærir að elska orð Guðs (5:33)

      • Hvaða áskorunum sigraðist unga fólkið í myndbandinu á?

      • Hvað hjálpaði þeim að halda áfram að lesa reglulega í Biblíunni?

      • Hvernig gerðu þau biblíulesturinn áhugaverðari?

      Tillögur til að koma þér af stað:

      • Veldu áreiðanlega þýðingu á nútímamáli. Prófaðu Nýheimsþýðingu Biblíunnar ef hún er til á þínu tungumáli.

      • Byrjaðu á að lesa það sem höfðar mest til þín. Þú getur fundið hugmyndir á listanum „Byrjaðu að lesa Biblíuna“.

      • Haltu utan um það sem þú lest. Notaðu töflurnar í „Haltu utan um biblíulesturinn“ í þessu riti.

      • Notaðu appið JW Library®. Þú getur notað það í snjallsíma eða sambærilegu tæki hvar sem er til að lesa og hlusta á Biblíuna á mörgum tungumálum.

      • Notaðu viðaukana í Nýheimsþýðingu Biblíunnar. Í þeim eru kort og töflur sem geta gert biblíulesturinn áhugaverðari.

      5. Búðu þig undir biblíunámsstundina

      Lesið Sálm 119:34 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvers vegna er gott að fara með bæn áður en þú byrjar að lesa í Biblíunni eða undirbúa þig fyrir biblíunámsstundina?

      Hvernig geturðu haft sem mest gagn af hverri kennslustund? Prófaðu eftirfarandi aðferð þegar þú undirbýrð kafla í þessari bók:

      1. Lestu inngangsgreinarnar í kaflanum.

      2. Flettu upp og lestu versin og reyndu að skilja hvernig þau tengjast efninu.

      3. Merktu við lykilorðin sem svara spurningunum. Það hjálpar þér að ræða efnið við kennarann þinn.

      Klippimynd: Kona undirbýr sig fyrir biblíunámsstund. A. Hún les fyrstu blaðsíðuna í kaflanum. B. Hún les biblíuversin sem vísað er í. C. Hún merkir við lykilorð í kaflanum.

      Vissir þú?

      Vottar Jehóva hafa notað ýmsar biblíuþýðingar. En við kunnum sérstaklega að meta Nýheimsþýðingu Biblíunnar vegna þess að hún er nákvæm, skýr og notar nafn Guðs. – Sjá vefgreinina „Hafa Vottar Jehóva sína eigin útgáfu af Biblíunni?“

      SUMIR SEGJA: „Það er allt of erfitt að rannsaka Biblíuna. Ég hef hvorki tíma né orku til þess.“

      • Hvað finnst þér?

      SAMANTEKT

      Til að hafa sem mest gagn af Biblíunni skaltu taka frá tíma til að lesa í henni, biðja Guð að hjálpa þér að skilja það sem þú lest og undirbúa þig fyrir biblíunámsstundirnar.

      Upprifjun

      • Hvernig geturðu haft sem mest gagn af Biblíunni?

      • Hvenær geturðu tekið frá tíma til að lesa og rannsaka Biblíuna?

      • Hvers vegna er það þess virði að undirbúa sig fyrir biblíunámsstundirnar?

      Markmið

      KANNAÐU

      Skoðaðu nokkrar tillögur sem geta hjálpað þér að hafa meira gagn af biblíulestri.

      „Að hafa sem mest gagn af biblíulestri“ (Varðturninn nr. 1 2017)

      Kynntu þér þrjár leiðir til að lesa Biblíuna.

      „Hvernig get ég haft gagn af Biblíunni? – 1. hluti: Kynntu þér Biblíuna“ (Vefgrein)

      Sjáðu hvernig biblíulestur getur verið ánægjulegur.

      „Hvernig get ég haft gagn af Biblíunni? – 2. hluti: Gerðu biblíulestur ánægjulegan“ (Vefgrein)

      Fáðu góð ráð frá fólki sem hefur lesið Biblíuna lengi.

      Árangursríkt sjálfsnám (2:06)

  • Haltu áfram að taka framförum
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • 4. Haltu áfram að eiga tjáskipti við besta vin þinn

      Bæn og biblíulestur hafa hjálpað þér að eignast vináttu Jehóva. Hvernig getur þetta tvennt gert þig enn nánari honum?

      Lesið Sálm 62:8 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvernig geturðu gert bænir þínar innihaldsríkari til að styrkja samband þitt við Jehóva?

      Lesið Sálm 1:2 og neðanmáls og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvernig geturðu fengið meira út úr biblíulestri þínum til að styrkja sambandið við Jehóva?

      Hvernig geturðu fengið meira út úr sjálfsnámi þínu? Spilið MYNDBANDIÐ til að fá nokkrar hugmyndir og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      MYNDBAND: Bættu sjálfsnám þitt (5:22)

      • Hvaða tillögur í myndbandinu gætir þú notað?

      • Hvaða viðfangsefni myndir þú vilja taka fyrir í sjálfsnámi þínu?

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila