Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 155
  • Hvað segir Biblían um gjafir?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvað segir Biblían um gjafir?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Hvenær eru gjafir þóknanlegar Guði?
  • Hvenær eru gjafir vanþóknanlegar Guði?
  • Jehóva elskar glaða gjafara
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Njóttu gleðinnar sem fylgir gjafmildi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
  • Þeir sem gefa örlátlega eru hamingjusamir
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
  • Leitin að bestu gjöfinni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2017
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 155
Maður heldur á innpakkaðri gjöf

Hvað segir Biblían um gjafir?

Svar Biblíunnar

Í Biblíunni erum við hvött til að gefa af fúsu geði og af réttum hvötum. Samkvæmt henni gleðja slíkar gjafir ekki einungis þiggjandann heldur líka þann sem gefur þær. (Orðskviðirnir 11:25; Lúkas 6:38) Jesús sagði: „Sælla er að gefa en þiggja.“ – Postulasagan 20:35.

  • Hvenær eru gjafir þóknanlegar Guði?

  • Hvenær eru gjafir vanþóknanlegar Guði?

  • Biblíuvers sem fjalla um gjafir

Hvenær eru gjafir þóknanlegar Guði?

Gjafir eru Guði þóknanlegar þegar þær eru gefnar af fúsum og frjálsum vilja. „Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.“ – 2. Korintubréf 9:7.

Trú sem er Guði þóknanleg felur í sér að gefa af heilu hjarta. (Jakobsbréfið 1:27) Sá vinnur með Guði sem sýnir örlæti og réttir þeim hjálparhönd sem þarfnast þess. Guð lítur á það sem lán til sín. (Orðskviðirnir 19:17) Í Biblíunni er sagt að Guð sjálfur endurgjaldi þeim sem gefur þannig. – Lúkas 14:12-14.

Hvenær eru gjafir vanþóknanlegar Guði?

Þegar þær eru gefnar af eigingjörnum hvötum. Dæmi:

  • Til að ganga í augun á fólki. – Matteus 6:2.

  • Til að fá eitthvað í staðinn. – Lúkas 14:12-14.

  • Til að reyna að kaupa sér hjálpræði. – Sálmur 49:7, 8.

Þegar þær styðja verk eða viðhorf sem Guð fordæmir. Það væri til dæmis rangt að gefa þeim peninga sem nota þá í fjárhættuspil eða til að misnota áfengi eða neyta vímuefna. (1. Korintubréf 6:9, 10; 2. Korintubréf 7:1) Að sama skapi væri rangt að gefa þeim peninga sem getur séð fyrir sér en neitar að gera það. – 2. Þessaloníkubréf 3:10.

Þegar það kemur í veg fyrir að maður axli þá ábyrgð sem Guð hefur gefið manni. Biblían kennir að höfuð fjölskyldunnar verður að sjá fyrir þörfum fjölskyldu sinnar. (1. Tímóteusarbréf 5:8) Það væri ekki rétt fyrir höfuð fjölskyldunnar að gefa öðrum svo mikið að það stofni eigin fjölskyldu í voða. Á sama hátt fordæmdi Jesús þá sem neituðu að sjá fyrir öldruðum foreldrum sínum af því að allir þeirra fjármunir væru gjöf til musterisins. – Markús 7:9-13.

Biblíuvers um gjafir

Orðskviðirnir 11:25: „Örlátur maður hlýtur ríkulega umbun og sá sem gefur öðrum að drekka fær þorsta sínum svalað.“

Sem þýðir: Sá sem þiggur gjöf hefur ekki bara gagn af því heldur líka sá sem gefur.

Orðskviðirnir 19:17: „Sá lánar Drottni sem líknar fátækum, hann mun endurgjalda honum.“

Sem þýðir: Guð lítur svo á að hann skuldi þeim sem koma öðrum sem eru þurfandi til hjálpar og hann lofar að endurgjalda slíkt örlæti.

Matteus 6:2: „Þegar þú gefur ölmusu skaltu ekki láta þeyta lúður fyrir þér eins og hræsnarar gera ... til þess að hljóta lof af mönnum.“

Sem þýðir: Við ættum ekki að gefa gjöf til að draga athygli að okkur sjálfum.

Postulasagan 20:35: „Sælla er að gefa en þiggja.“

Sem þýðir: Einlægt örlæti veitir manni gleði.

2. Korintubréf 9:7: „Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara.“

Sem þýðir: Gjöf gefin af fúsum og frjálsum vilja er Guði þóknanleg.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila