Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w90 1.3. bls. 5
  • „Rétt svör“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Rétt svör“
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
  • Svipað efni
  • Notaðu biblíuna til að svara
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Öldungar, dæmið með réttvísi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Hve langt er „of langt“?
    Vaknið! – 1994
  • Hefurðu „vitrar varir“?
    Vaknið! – 2011
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1990
w90 1.3. bls. 5

„Rétt svör“

Í fjallræðu sinni vísaði Jesús til ‚lögmálsins og spámannanna.‘ Þriðji hluti Hebresku ritninganna var nefndur Ritningarnar, en í þeim voru hin ljóðrænu rit svo sem Sálmarnir og Orðskviðirnir. (Matteus 7:12; Lúkas 24:44) Í þeim er visku Guðs einnig að finna.

Til dæmis fengu dómarar í Forn-Ísrael þessa aðvörun í Orðskviðunum: „Þeim sem segir við hinn seka: ‚Þú hefur rétt fyrir þér!‘ honum formæla menn, honum bölvar fólk. En þeim sem hegna eins og ber, mun vel vegna, yfir þá kemur ríkuleg blessun. Sá kyssir á varirnar sem veitir rétt svör.“ — Orðskviðirnir 24:24-26.

Ef dómari lét múta sér eða hygldi ættmennum og lýsti hinn óguðlega réttlátan myndu aðrir líta á hann sem óhæfan til að gegna stöðu sinni. Jafnvel fólk af heiðnum þjóðum, sem heyrði um slíkt misferli í dómi, myndi fyrirlíta hann! Ef dómari hins vegar áminnti hinn óguðlega með hugrekki og svaraði rétt og hreinskilnislega í því máli sem fyrir lá myndi hann ávinna sér virðingu og ást manna. Menn myndu upp til hópa finna hjá sér hvöt til að óska honum ‚ríkulegrar blessunar.‘ Eins og orðskviðurinn heldur áfram: „Sá kyssir á varirnar, sem veitir rétt svör.“

Slíkur koss var tákn gagnkvæmrar virðingar — milli ráðgjafans og þeirra sem veittu athygli hreinskilnislegri áminningu hans. Ef til vill brást jafnvel sá sem áminninguna fékk jákvætt við og lét í ljós væntumþykju í garð dómarans. Orðskviðirnir 28:23 segja: „Sá sem ávítar mann, mun á síðan öðlast meiri hylli heldur en tungumjúkur smjaðrari.“ Safnaðaröldungar nútímans verða því að varast að láta vináttu- eða fjölskyldubönd hafa áhrif á dómgreind sína. Með því að gefa nauðsynlegar leiðbeiningar í fullri hreinskilni munu öldungarnir ávinna sér virðingu safnaðarins.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila