Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w89 1.8. bls. 4-6
  • Haltu áfram að leita eins og að fólgnum fjársjóðum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Haltu áfram að leita eins og að fólgnum fjársjóðum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvers vegna að halda leitinni áfram?
  • Árangursrík leit að fjársjóðum
  • Nóg er af andlegum gimsteinum!
  • Haltu áfram að leita
  • Viskan kallar hátt
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
  • Er „viskan sem kemur ofan að“ að verki í lífi þínu?
    Nálgastu Jehóva
  • ‚Hve djúpstæð er ekki viska Guðs!‘
    Nálgastu Jehóva
  • Þú getur fundið ómetanlega fjársjóði!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
w89 1.8. bls. 4-6

Haltu áfram að leita eins og að fólgnum fjársjóðum

ORÐ Guðs, Biblían, er fullt af andlegum fjársjóðum sem ekki verða metnir til verðs! Gimsteinar Biblíunnar sýna okkur hver er tilgangur Guðs og vísa okkur á stórfenglega framtíð. Þeir hugga, hughreysta og benda okkur á hvernig við getum þóknast Guði. (Rómverjabréfið 15:4) Þessir gimsteinar hjálpa okkur líka að breyta viturlega í samskiptum við aðra. Viska frá Guði hjálpar okkur að ganga „veg lífsins“ í hamingju og gleði. — Sálmur 16:11; 119:105.

Úr því að kostir viskunnar eru margir ættum við að meta hana afar mikils. „Einlæg eru öll orð munns míns,“ segir persónugervingur viskunnar. „Í þeim er ekkert fals né fláræði. Öll eru þau einföld þeim sem skilning hefir, og blátt áfram fyrir þann sem hlotið hefir þekkingu. Takið á móti ögun minni fremur en á móti silfri og fræðslu fremur en úrvals gulli. Því að viska er betri en perlur, og engir dýrgripir jafnast á við hana.“ — Orðskviðirnir 8:8-11.

Hvers vegna að halda leitinni áfram?

Oftast er leitin að fólgnum skartgripum, gulli eða silfri árangurslaus. Svo þarf ekki að vera um leitina að visku Guðs. En hvernig getur þú náð árangri í þessari leit? Árangurinn ræðst af því hve heitt við þráum þennan fjársjóð og hve hart við leggjum að okkur til að finna hann. Ef við gerum okkur grein fyrir hinu raunverulega verðmæti hans munum við meta hann meira en alla aðra fjársjóði. Þegar allt kemur til alls, „hversu miklu betra er að afla sér visku en gulls og ákjósanlegra að afla sér hygginda en silfurs.“ — Orðskviðirnir 16:16.

Orðskviðirnir 2:1-6 hvetja: „Son minn, ef þú veitir orðum mínum viðtöku og geymir boðorð mín hjá þér, svo að þú ljáir spekinni athygli þína, hneigir hjarta þitt að hyggindum, já, ef þú kallar á skynsemina og hrópar á hyggindin, ef þú leitar að þeim sem að silfri og grefst eftir þeim eins og fólgnum fjársjóðum, þá munt þú skilja, hvað ótti [Jehóva] er, og öðlast þekking á Guði. Því að [Jehóva] veitir speki, af munni hans kemur þekking og hyggindi.“

Þar eð fólgnir fjársjóðir liggja ekki á berangri er nauðsynlegt að leita að þeim. Sumir fórna afþreyingu, mat og svefni til að geta leitað, en allar slíkar fórnir eru þess virði að færa þær þegar fjársjóðurinn finnst. Við þurfum að færa svipaðar fórnir til að leita að visku Guðs. Rétt eins og leit að fjársjóðum gröfnum í jörð kallar á stritvinnu við uppgröftinn, eins krefst leitin að viskunni úthalds og þolgæðis. Það er ekki nóg að lesa lauslega yfir Biblíuna og kristin rit. Sá sem vill finna andlega gimsteina þarf að kosta til þess tíma, rannsóknum og hugleiðingu. En launin — innsýn í Ritninguna — eru líka eftirsóknarverð! — Nehemía 8:13.

Árangursrík leit að fjársjóðum

Það hefur hamingju í för með sér að grafa niður í orð Guðs og finna fjársjóði viskunnar. (Orðskviðirnir 3:13-18) Hyggilegt er að draga saman gott einkabókasafn til að geta unnið að því marki. En hvaða bækur eiga að vera í því? Gott er fyrir votta Jehóva að eiga góða orðabók, mismunandi þýðingar Biblíunnar, og auk þess kristin biblíurit svo sem árganga tímaritsins Varðturninn og förunauts þess, Vaknið! Til að slíkt bókasafn komi okkur að gagni við fjársjóðaleitina verðum við auðvitað að nota það.

Í leit okkar að viskunni getum við flett upp í efnisskrá og ritningarstaðaskrá Watch Tower Publications Index (Efnisskrá rita Varðturnsfélagsins) eða efnisskrám aftast í bókum eða innbundnum tímaritum Varðturnsfélagsins. Það eru aðalverkfærin í leitinni að visku Guðs. Eiginlega má líkja þeim við landabréf sem getur vísað okkur á ‚fólgna fjársjóði‘ visku Guðs. (Orðskviðirnir 2:4) Ef okkur vantar ákveðin rit til biblíurannsókna okkar er hugsanlegt að þau séu til í bókasafni Ríkissalar votta Jehóva.

Við skulum nú taka dæmi um hvernig hægt er að ná árangri í andlegri fjársjóðaleit okkar. Við skulum segja að sú spurning komi upp í huga okkar, við lestur Biblíunnar, hvernig Júdas Ískaríot hafi dáið eftir að hann sveik Jesú Krist. Matteus 27:5 segir að Júdas hafi ‚farið og hengt sig.‘ En Postulasagan 1:18 segir: „Hann . . . steyptist á höfuðið og brast sundur í miðju, svo að iðrin öll féllu út.“ Hvernig dó þá Júdas? Hægt er að finna svarið til dæmis með því að fletta upp á þessum tveim ritningargreinum í ritningarstaðaskrá handbókarinnar Insight on the Scriptures. Þar er okkur sagt: „Matteus virðist fjalla um það hvernig Júdas hafi reynt að svipta sig lífi, en Postulasagan lýsir afleiðingunum. Séu frásögurnar tvær lagðar saman er að sjá sem Júdas hafi reynt að hengja sig á klettabrún, en að reipið hafi slitnað eða trjágrein brotnað þannig að hann steyptist niður og brast sundur í miðju á klettunum fyrir neðan. Þessi skýring er ekki ólíkleg miðað við landslagið umhverfis Jerúsalem.“ (2. bindi, bls. 130)

Orðstöðulykill getur hjálpað okkur að finna ritningarstaði sem fjalla um ákveðin efni. Að sjálfsögðu ættum við að gefa gaum að samhenginu þegar við lesum Ritninguna. Við skulum lýsa því með dæmi: Í Sálmi 144:12-14 er talað um menn sem segja: ‚Synir okkar eru eins og þroskaðar jurtir, dætur okkar eins og hornsúlur úthöggnar í hallarstíl, hlöður okkar fullar, fénaður okkar getur af sér þúsundir og uxarnir okkar dafna.‘ Við gætum látið okkur detta í hug að þessi orð eigi við þjóna Guðs, en samhengið sýnir að svo er ekki. Í 11. versinu biður Davíð um að honum sé bjargað af hendi lygara, þeirra sem gorta af sonum sínum, dætrum, sauðfé og nautgripum. Samkvæmt 15. versi sögðu slíkir syndarar: „Sæl er sú þjóð, sem svo er ástatt fyrir.“ En Davíð leiðréttir þetta viðhorf og segir: „Sæl er sú þjóð, sem á [Jehóva] að Guði.“

Nóg er af andlegum gimsteinum!

Sá sem leitar að visku og finnur hana uppsker mikla hamingju. Og andlegir fjársjóðir, sem hægt er að finna með biblíurannsóknum, veita okkur svör við hinum margvíslegustu biblíuspurningum. Þegar við leitum finnum við svör. Ein algeng spurning er sú hvar Kain hafi fundið sér konu. Varðturninn (1. febrúar 1982) sagði: „Biblían segir okkur að Adam og Eva hafi átt mörg börn, ekki aðeins tvö [Kain og Abel]. ‚Dagar Adams, eftir að hann gat Set [enn einn son], voru átta hundruð ár, og hann gat sonu og dætur.‘ (1. Mós. 5:4) Hvar álítur þú, að fengnum þessum upplýsingum, að Kain hafi náð sér í konu? Já, hann hlýtur að hafa kvænst einni af systrum sínum. Nú til dags gæti slíkt reynst hættulegt þeim börnum sem svo náskyldir foreldrar eignuðust, en nálægt upphafi mannkynssögunnar, þegar mannkynið var svo miklu nær fullkomleikanum, var slíkt vandamál ekki fyrir hendi.“

Setjum sem svo að við séum að lesa Orðskviðina. Eftir að hafa lesið Orðskviðin 1:7 kann okkur að vera spurn: Hvað er ‚ótti Jehóva‘? Leit okkar getur vísað okkur á Varðturninn þann 1. febrúar 1988 þar sem sagði: „Hann er óttablandin aðdáun, djúp lotning og heilnæmur ótti við að misþóknast honum, sprottinn af því að við kunnum að meta ást hans, gæsku og góðvild. ‚Ótti [Jehóva]‘ felur í sér að viðurkenna að hann sé hinn æðsti dómari og hinn alvaldi, hafi bæði rétt og mátt til að kalla dauðarefsingu yfir þá sem óhlýðnast honum. Hann felur einnig í sér að þjóna Guði í trúfesti, treysta honum algerlega og hata það sem illt er í augum hans.“

Haltu áfram að leita

Varðturninn er gefinn út til að hjálpa þeim sem leita viskunnar í einlægni að finna ómetanlega, andlega gimsteina. Öll þurfum við á visku að halda og skilningi á orði Guðs. Orðskviðirnir 4:7, 8 segja: „Upphaf viskunnar er: afla þér visku, afla þér hygginda fyrir allar eigur þínar! Haf hana í hávegum, þá mun hún hefja þig, hún mun koma þér til vegs, ef þú umfaðmar hana.“

Eina leiðin til að öðlast hamingju er sú að fá innsýn í Ritninguna og nota viskuna rétt. Já, og aðeins með því að sýna visku Guði að skapi getum við þóknast Jehóva Guði. Látum því ekkert hindra okkur í að leita að viskunni eins og fólgnum fjársjóðum.

[Myndir á blaðsíðu 4, 5]

Leitin að fólgnum fjársjóðum kallar á kappsaman gröft. Ættum við ekki að halda áfram kröftugri leit okkar að visku Guðs?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila