Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Óttastu Jehóva, þá veitist þér hamingja
    Varðturninn – 1988 | 1. febrúar
    • Hlýddu á speki

      Lestu Orðskviðina 1:1–2:22. „Ótti [Jehóva]“ er kjarni þekkingarinnar. Ef við þiggjum aga göngum við ekki í lið með syndurum í rangri breytni þeirra. Jehóva gefur þeim sem óttast hann visku sem verndar þá gegn syndurum.

      ◆ 1:7 — Hvað er „ótti [Jehóva]“?

      Hann er óttablandin aðdáun, djúp lotning og heilnæmur ótti við að misþóknast honum, sprottinn af því að við kunnum að meta ást hans, gæsku og góvild. „Ótti [Jehóva]“ felur í sér að viðurkenna að hann sé hinn æðsti dómari og hinn alvaldi, hafi bæði rétt og mátt til að kalla dauðarefsingu yfir þá sem óhlýnast honum. Hann felur einnig í sér að þjóna Guði í trúfesti, treysta honum algerlega og hata það sem illt er í augum hans. — Sálmur 2:11; 115:11; Orðskviðirnir 8:13.

  • Óttastu Jehóva, þá veitist þér hamingja
    Varðturninn – 1988 | 1. febrúar
    • Lærdómur fyrir okkur: Ef við óttumst Jehóva tökum við á móti aganum sem hann veitir í gegnum orð sitt og skipulag. Ef við gerðum það ekki myndum við verða taldir „afglapar,“ óguðlegir syndarar. Við skulum því þiggja ástríkan aga hans. — Orðskviðirnir 1:7; Hebreabréfið 12:6.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila