-
Við höfum ástæðu til að gleðjast og fagnaVarðturninn – 1996 | 1. apríl
-
-
„Fögnuður og gleði skal fylgja þeim, en hryggð og andvarpan flýja.“ — JESAJA 35:10.
-
-
Við höfum ástæðu til að gleðjast og fagnaVarðturninn – 1996 | 1. apríl
-
-
3. Hvaða þýðingarmikil orð verðskulda athygli okkar og hvers vegna?
3 Mundu eftir orðum Jesú: „Þetta hef ég talað til yðar, til þess að fögnuður minn sé í yður og fögnuður yðar sé fullkominn.“ (Jóhannes 15:11) „Fögnuður yðar sé fullkominn.“ Hvílík lýsing! Ítarleg athugun á hinum kristna lífsvegi leiðir í ljós margar ástæður fyrir því að fögnuður okkar og gleði er fullkomin. En núna skulum við gefa gaum að þýðingarmiklum orðum í Jesaja 35:10. Þau eru þýðingarmikil af því að þau skipta miklu máli fyrir okkur sem nú lifum. Við lesum: „Hinir endurkeyptu [Jehóva] skulu aftur hverfa. Þeir koma með fögnuði til Síonar, og eilíf gleði skal leika yfir höfði þeim. Fögnuður og gleði skal fylgja þeim, en hryggð og andvarpan flýja.“
4. Hvers konar gleði er nefnd í Jesaja 35:10 og hvers vegna ættum við að gefa því gaum?
4 „Eilíf gleði.“ Aðrar ritningargreinar staðfesta að gleðin verður „eilíf.“ (Sálmur 45:7; 90:2; Jesaja 40:28) Gleðin verður því endalaus við aðstæður sem bæði leyfa það og réttlæta. Hljómar það ekki unaðslega? En kannski finnst þér þetta vers bara lýsa fræðilegum aðstæðum. Þú hugsar kannski: ‚Þetta á eiginlega ekki við mig að sama marki og dagleg vandamál mín og áhyggjur.‘ En staðreyndirnar tala öðru máli. Hið spádómlega fyrirheit í Jesaja 35:10 á erindi til þín núna. Til að kanna hvernig, skulum við skoða þennan fagra biblíukafla, Jesaja 35, og athuga hvern hluta í samhengi. Þú munt örugglega njóta þess sem þú finnur.
-