Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w89 1.5. bls. 31-32
  • Björgun er möguleg þegar Guð hefnir

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Björgun er möguleg þegar Guð hefnir
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hefnd Guðs er áreiðanleg
  • Lærdómur frá Ritningunni: Habakkuk 1:1-3:19
  • Björgun handa þeim sem trúa
  • Vei hinum óguðlegu!
  • Höfuðþættir bóka Nahúms, Habakkuks og Sefanía
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Hve miklu lengur fá óguðlegir að vera til?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Fögnum yfir Guði hjálpræðis okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Treystum á Jehóva og lifum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1989
w89 1.5. bls. 31-32

Lærdómur frá Ritningunni: Nahúm 1:1-3:19

Björgun er möguleg þegar Guð hefnir

„INNAN stundar eru engir guðlausir til framar.“ (Sálmur 37:10) Í biblíubókunum, sem Nahúm og Habakkuk skrifuðu, er á kröftugan hátt sýnt fram á að þessi orð munu rætast. Þessir kjarkmiklu menn luku við að skrásetja spádóma sína í konungsríkinu Júda á seinni hluta sjöundu aldar f.o.t.

Fyrst skulum við líta á þann spádóm Guðs sem Nahúm kunngerði. Hvaða lærdóm getum við dregið af honum?

Hefnd Guðs er áreiðanleg

Jehóva krefst algerrar hollustu. (2. Mósebók 20:5) Í yfirlýsingu varðandi Níníve, höfuðborg Assýríu, sýnir Nahúm fram á að refsidómi Guðs verði fullnægt á óvinum sem sýna honum ekki slíka hollustu. Fjöllin skjálfa fyrir honum, hálsarnir renna sundur og jörðin gengur skykkjum fyrir honum! Hver getur staðist brennandi reiðihita hans? — 1:1-6.

Við getum treyst á Jehóva sem hæli. Já, Guð verndar þá sem leita hælis hjá honum. Þegar óvinum hans hefur verið eytt mun ógæfan ekki blossa upp öðru sinni. Það eru góðar friðarfréttir fyrir Júda því að sönn guðsdýrkun verður þá ekki hindruð. — 1:7-2:1.

Ranglátir menn munu ekki verða lánsamir. Það er augljóst af því sem henti Níníve. Grimmileg meðferð hennar á föngum gerði hana að ‚blóðsekri borg.‘ Þessi víggirta borg virtist örugg innan þykkra múranna líkt og ljón í bæli sínu. En samkvæmt úrskurði Guðs myndi Níníve hljóta sömu örlög og hún hafði búið hinni fornu Nó-Ammon eða Þebu á bökkum Nílar. Höfuðborg Assýríu yrði gereytt vegna synda sinna. Þessi spádómur uppfylltist þegar Nabopólassar, konungur Babýloníu og Cyaxares Medakonungur hernámu Níníve árið 632 f.o.t. — 2:2-3:19.

Lærdómur frá Ritningunni: Habakkuk 1:1-3:19

HABAKKUK komst að raun um að Jehóva myndi láta til skarar skríða gegn grimmum kúgurum þegar tími hans kæmi til. En „hinn réttláti mun lifa fyrir trúfesti sína.“ (2:4) Hvaða fleiri lærdóma getum við dregið af þessum spádómi?

Björgun handa þeim sem trúa

Jehóva hlustar á áköll þjóna sinna. Habakkuk spyr: „Hversu lengi hefi ég kallað, [Jehóva], og þú heyrir ekki?“ Já, réttlæti er ekkert og hinir óguðlegu umkringja réttláta. En Guð heyrir og sem refsandi afl ‚reisir hann upp Kaldea.‘ En hvernig getur hann notað hervætt heimsveldi? Spámaðurinn bíður svars frá Guði og býst við ofanígjöf. — 1:1-2:1.

Aðeins hinir réttlátu og trúföstu munu lifa áfram. Jehóva fullvissar Habakkuk um það. Þótt svo kunni að virðast sem dráttur sé á að spádómssýnin rætist mun hún „vissulega fram koma“ á tilsettum tíma Guðs. Hinir hrokafullu andstæðingar, sem ræna þjóðirnar, munu ekki ná takmarki sínu. Kaldeum verður ekki látið óhegnt. — 2:2-5.

Vei hinum óguðlegu!

Forðastu rangfenginn gróða, ofbeldi og skurðgoðadýrkun. Hvers vegna? Vegna þess að voðinn er vís þeim sem rakar saman annarra fé, sækist eftir illum ávinningi, grundvallar borg með glæpum, þvingar aðra til að drekka beiskan bikar ósigurs og reiðir sig á lífvana skurðgoð. Guð mun gera verk slíkra manna að engu. Öll jörðin mun fá að kynnast dýrð Jehóva og allir ættu að standa frammi fyrir honum í lotningarfullri þögn. — 2:6-20.

Bíddu þolinmóður eftir björgun Jehóva. Í bæn minnist Habakkuk þess hvernig Guð birti mátt sinn fyrr á tímum. Meðal annars gekk Jehóva um alla jörðina og þreskti þjóðirnar í reiði sinni. Hann gekk líka fram til bjargar þjóð sinni. Habakkuk er gagntekinn og ákveðinn í að ‚bíða hljóður hörmungadagsins.‘ Óháð þeim erfiðleikum, sem hann þarf að þola, mun hann gleðjast í Jehóva og fagna yfir Guði hjálpræðis síns. — 3:1-19.

[Rammi á blaðsíðu 31]

RITNINGARGREINAR SKOÐAÐAR

○ Nahúm 1:4 — Basan, Karmel og Líbanon voru fögur landsvæði, gróðursæl og frjósöm. Ef þau fölnuðu myndi það þýða ógæfu fyrir þá sem ættu þar afkomu sína. Það undirstrikar hve alvarlegt það er þegar Jehóva úthellir reiði sinni.

○ 1:10 — Níníve var í eigin augum ámóta ósigrandi og þyrniflóki og hún var ölvuð af metnaði. En henni yrði eytt jafnauðveldlega og eldur gleypir þurra kornstöngla. Óvinir þjóna Guðs á okkar tímum munu ekki heldur fá staðist brennandi dóm Jehóva.

○ 2:7 — Vegna mikilla rigninga þegar árásin á Níníve var gerð flæddi Tígris yfir bakka sína. Hluti borgarinnar var því í kafi og hluti múrsins brotinn. Þannig varð það leikur einn fyrir sigurvegarana að taka höfuðborg Assýríu.

○ 2:12-14 — Líkt og rándýr kúguðu Assýringar þjóðirnar og rændu þær. Svo er einnig að sjá sem ljónið hafi verið þjóðartákn þeirra. Margar ljónastyttur hafa fundist í rústum Níníve.

○ 3:3, 4 — Líkt og vændiskona blekkti Níníve þjóðirnar með sefandi boðum um vináttu og loforðum um hjálp. En þeir sem létu táldraga sig með slíkum hætti fundu fljótt fyrir kúgunaroki hennar eins og Akas Júdakonungur er gott dæmi um. — 2. Kroníkubók 28:16, 20, 21.

[Rammi á blaðsíðu 32]

RITNINGARGREINAR SKOÐAÐAR

○ Habakkuk 1:2-4 — Trú Habakkuks á Jehóva sem Guð er umber ekki órétt, fékk hann til að spyrja hvers vegna rangsleitni væri svona almenn. Hann var reiðubúinn að leiðrétta hugsun sína. (2:1) Þegar við veltum fyrir okkur hvers vegna eitthvað sé umborið ætti traust okkar til Jehóva á sama hátt að hjálpa okkur að halda jafnvægi og bíða eftir honum. — Sálmur 42:6, 12.

○ 2:5 — Babýloníumönnum er hér líkt við mann sem notar stríðsvél sína til að sigra þjóðir. Líkt og Helja og dauði eru alltaf reiðubúin að taka við fleiri fórnarlömbum þráði hann fleiri hersigra. (Samanber Orðskviðina 30:15, 16.) Líkt og óhófleg víndrykkja stígur manni til höfuðs var hann í sigurvímu. En sigurgöngu hans lauk þegar Babýlon féll árið 539 f.o.t.

○ 3:13 — Útvalin og smurð þjóð Guðs, Ísrael, fékk oft að reyna björgunarmátt hans. (Sálmur 28:8, 9) Á tilsettum tíma fæddist af henni Messías, ‚sæði‘ himneskrar ‚konu‘ Guðs. (1. Mósebók 3:15) Jehóva mun einnig bjarga þeim sem eftir eru af þessu „sæði,“ það er að segja leifum andasmurðra lærisveina Jesú, frá árás Satans og þjóðanna. — Opinberunarbókin 12:17.

[Mynd á blaðsíðu 31]

Málverk fornleifafræðingsins A. H. Layard af assýrskri höll.

[Rétthafi]

Birt með leyfi forstöðumanna Breska þjóðminjasafnsins í Lundúnum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila