Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Ríki Guðs er við völd núna
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • 2. Hvaða ástand ríkir í heiminum og hvernig hefur fólk hagað sér frá 1914?

      Lærisveinar Jesú spurðu hann: „Hvert verður tákn þess að þú sért nærverandi og að lokaskeið þessarar heimsskipanar sé hafið?“ (Matteus 24:3) Jesús svaraði með því að segja frá mörgu sem myndi gerast eftir að hann byrjaði að ríkja sem konungur í ríki Guðs á himni. Á meðal þess sem hann taldi upp voru stríð, hungursneyðir og jarðskjálftar. (Lestu Matteus 24:7.) Biblían sagði auk þess fyrir að „á síðustu dögum“ yrðu „erfiðir tímar“ vegna hegðunar fólks. (2. Tímóteusarbréf 3:1–5) Þetta ástand og þessi hegðun fólks hefur verið sérstaklega áberandi síðan 1914.

      3. Hvers vegna hefur ástandið í heiminum versnað svo mikið síðan ríki Guðs tók til starfa?

      Stuttu eftir að Jesús var krýndur konungur í ríki Guðs fór hann í stríð á himni gegn Satan og illu öndunum. Satan tapaði stríðinu. Biblían segir: „Honum var kastað niður til jarðar og englum hans var kastað niður með honum.“ (Opinberunarbókin 12:9, 10, 12) Satan er bálreiður vegna þess að hann veit að honum verður tortímt. Þess vegna veldur hann kvöl og þjáningum um alla jörðina. Það er því engin furða að ástandið í heiminum skuli vera svona slæmt. Ríki Guðs mun leysa öll þessi vandamál.

  • Ríki Guðs er við völd núna
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • 5. Heimurinn hefur breyst frá 1914

      Spilið MYNDBANDIÐ.

      MYNDBAND: Heimurinn hefur breyst frá árinu 1914 (1:10)

      Jesús sagði fyrir hvernig ástandið í heiminum yrði eftir að hann tæki við völdum sem konungur. Lesið Lúkas 21:9–11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvað af þessu hefur þú séð eða heyrt um?

      Páll postuli lýsti því hvernig fólk yrði á síðustu dögum mannlegra stjórna. Lesið 2. Tímóteusarbréf 3:1–5 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvað af þessu hefur þú séð í fari fólks nú á dögum?

      Klippimynd: Myndir sýna ástandið í heiminum og hegðun fólks á síðustu dögum. 1. Herforingi stendur við ræðupúlt og hrópar með hendur á lofti. 2. Hús í rúst eftir jarðskjálfta. 3. Herflugvélar. 4. Hópur fólks með andlitsgrímur á göngu utandyra. 5. Tvíburaturnarnir í New York alelda eftir hryðjuverkaárás. 6. Maður að nota eiturlyf. 7. Maður með hnefann á lofti öskrar á konuna sína. 8. Ýmiss konar eiturlyf og áfengi. 9. Tvær konur í tískufötum og með skartgripi taka sjálfu. 10. Plötusnúður heldur uppi fjörinu á tónleikum. 11. Uppreisnarmaður kastar bensínsprengju.
Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila