-
Varpað ljósi á nærveru KristsVarðturninn – 1993 | 1. október
-
-
8, 9. (a) Hvað felur nærvera Jesú sem konungs í sér? (b) Hvað gefur spádómur Jesú um falskrista til kynna varðandi það hvar og hvernig hann verði nærverandi?
8 Með því að konungdómur Jesú nær yfir alla jörðina er sönn guðsdýrkun í vexti á öllum meginlöndum heims. Nærverutími hans sem konungs (parósía) er tími skoðunar og rannsóknar um allan heim. (1. Pétursbréf 2:12) En er einhver höfuðborg eða miðstöð þar sem hægt er að leita til Jesú? Jesús svaraði því með því að segja fyrir að falskristar myndu koma fram á sjónarsviðið vegna eftirvæntingar um nærveru hans. Hann aðvaraði: „Ef þeir segja við yður: ‚Sjá, hann [Kristur] er í óbyggðum,‘ þá farið ekki þangað. Ef þeir segja: ‚Sjá, hann er í leynum,‘ þá trúið því ekki. Eins og elding sem leiftar frá austri til vesturs, svo mun verða koma [parósía, nærvera] Mannssonarins.“ — Matteus 24:24, 26, 27.
-
-
Varpað ljósi á nærveru KristsVarðturninn – 1993 | 1. október
-
-
10. Hvernig hefur sannleikur Biblíunnar leiftrað fram um allan heim?
10 Þvert á móti yrði ekkert að fela í sambandi við það að Jesús væri kominn sem konungur og nærvera hans sem konungs hafin. Eins og Jesús sagði fyrir halda sannindi Biblíunnar áfram að leiftra eins og elding yfir stór svæði frá austri til vesturs, um allan heim. Svo sannarlega reynast vottar Jehóva sem nútímaljósberar vera ‚ljós fyrir þjóðirnar, svo að hjálpræði Jehóva sé til endimarka jarðarinnar.‘ — Jesaja 49:6.
-