-
Heilagur andi – starfskraftur GuðsÆttum við að trúa á þrenninguna?
-
-
Í Matteusi 28:19 er talað um skírn „í nafni . . . heilags anda.“ En orðið „nafn“ merkir ekki alltaf eiginnafn, hvorki á grísku né íslensku. Þegar sagt er „í nafni laganna,“ erum við ekki að tala um persónu. Við eigum við það sem lögin standa fyrir, myndugleik þeirra og vald. Orðabók Robertsons, Word Pictures in the New Testament, segir: „Þessi notkun orðsins nafn (onoma) er algeng í Sjötíumannaþýðingunni og papýrusritunum sem tákn um vald og myndugleika.“ Skírn ‚í nafni heilags anda‘ felur í sér viðurkenningu á myndugleika andans, að hann sé frá Guði og starfi eftir hans vilja.
-
-
Hvað um „sönnunartexta“ þrenningartrúarmanna?Ættum við að trúa á þrenninguna?
-
-
FRÆÐIBÓKIN New Catholic Encyclopedia tilgreinir þrjá slíka „sönnunartexta“ en viðurkennir um leið: „Kenningin um heilaga þrenningu er ekki kennd í Gamlatestamentinu. Í Nýjatestamentinu er elsta vitnisburðinn að finna í pistlum Páls, einkanlega 2. Kor. 13:13 [vers 14 í sumum biblíum], og 1. Kor. 12:4-6. Í guðspjöllunum er þrenninguna hvergi greinilega að finna nema í trúarsetningu skírnarinnar í Matt. 28:19.“
Í þessum versum eru „persónurnar“ þrjár nefndar með eftirfarandi hætti í Biblíunni: Síðara Korintubréf 13:13 segir: „Náðin Drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé með yður öllum.“ Fyrra Korintubréf 12:4-6 segir: „Mismunur er á náðargáfum, en andinn er hinn sami, mismunur er á embættum, en Drottinn hinn sami, og mismunur er á hæfileikum að framkvæma, en Guð hinn sami, sem öllu kemur til leiðar í öllum.“ Og Matteus 28:19 hljóðar svo: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda.“
Segja þessi vers að Guð, Kristur og heilagur andi myndi þríeinan guðdóm og að þeir séu allir jafnir að eðli, mætti og eilífð? Nei, það gera þau ekki, ekkert frekar en það að nefna þrjá menn, svo sem Gísla, Eirík og Helga, í sömu andránni merkir að þeir séu þrír í einum.
Cyclopedia of Biblical, Theological, and Ecclesiastical Literature eftir McClintock og Strong viðurkennir að tilvitnanir af þessu tagi „sanni aðeins að nefnd eru þrjú frumlög . . . en það sannar ekki í sjálfu sér að öll þrjú þurfi að vera gædd sama guðseðlinu og sömu hátign Guðs.“
Þótt þetta fræðirit aðhyllist þrenningarkenninguna segir það um 2. Korintubréf 13:13: „Við getum ekki réttilega ályktað af því að þeir ráði yfir sama valdi eða séu sama eðlis.“ Og um Matteus 28:18-20 segir það: „Einn sér sannar þessi ritningartexti þó ekki ótvírætt að frumlögin þrjú séu persónur, séu jöfn eða guðleg.“
-