Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 2.01 bls. 1
  • Vegsamaðu Jehóva með góðum verkum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vegsamaðu Jehóva með góðum verkum
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • Ertu „kostgæfinn til góðra verka“?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Hvetjum hvert annað til góðra verka
    Ríkisþjónusta okkar – 2015
  • ‚Verið ríkir af góðum verkum‘
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Vitnisburður án orða
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 2.01 bls. 1

Vegsamaðu Jehóva með góðum verkum

1 Þegar maður lendir í miklu óveðri er mikill léttir að geta fundið húsaskjól. Ef þar er hlýtt og öruggt og þeir sem þar búa eru gestrisnir, þá er gott að vera þar. Í boðunarstarfinu erum við að leiða fólk út úr kerfi Satans inn í slíkt skjól. Getur dagleg breytni okkar gert þetta örugga skjól aðlaðandi í augum annarra? Já, því að Jesús sagði að fólk myndi ‚sjá góð verk okkar og vegsama föður okkar sem er á himnum.‘ — Matt. 5:16.

2 Hvað þurfum við að gera til að verk okkar laði aðra að Jehóva og skipulagi hans? Við þurfum að láta orð Jesú í Lúkasi 6:31 og 10:27 móta líf okkar á hverjum degi. Það hvetur okkur til að sýna náunganum ástríka umhyggju og aðgreinir okkur þannig frá þessum kalda og umhyggjulausa heimi.

3 Systir, sem var á ferð með ferju, tók eftir ungri konu sem var svo sjóveik að hún gat ekki annast barnið sitt. Systirin bauðst til að passa barnið. Þegar konan spurði hvernig hún gæti sýnt þakklæti sitt sagði systirin: ‚Hlustaðu á votta Jehóva næst þegar þeir heimsækja þig.‘ Konan gerði það og núna eru hún og maður hennar vottar. Gott verk hennar breytti afstöðu þeirra til boðskaparins um ríkið.

4 Þetta snertir alla þætti lífs okkar: Fólk myndar sér skoðun á okkur og trú okkar þegar það sér hvernig við hegðum okkur í vinnu eða skóla, í hverfinu okkar og í tómstundum. Við ættum því að spyrja okkur: Hvernig líta utanaðkomandi aðilar á mig og fjölskyldu mína? Finnst nágrönnunum húsið og garðurinn vera hreinn og vel hirtur? Finnst vinnu- og skólafélögum við vera stundvís og vinnusöm? Finnst öðrum við vera látlaus og háttvís í framkomu og útliti? Við getum gert tilbeiðsluna á Jehóva meira aðlaðandi með góðum verkum okkar.

5 Pétur varaði við því að kristnir menn yrðu hafðir að háði. (1. Pét. 4:4) Við verðum að gæta þess að hegðun okkar valdi ekki slæmu umtali. (1. Pét. 2:12) Ef dagleg verk okkar vegsama þann Guð, sem við tilbiðjum, erum við eins og ljós sem haldið er hátt á loft og vísar fólki á öruggt skjól sem Jehóva veitir. — Matt. 5:14-16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila