Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Hvernig getum við verið hrein í augum Guðs?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • 4. Sigrastu á slæmum ávönum

      Sígarettum er hent í ruslið.

      Jehóva getur hjálpað okkur að sigrast á hvaða slæma ávana sem er.

      Þú veist líklega hvað er erfitt að sigrast á ávana ef þú reykir eða notar önnur ávanabindandi efni. Hvað getur hjálpað? Hugleiddu hvaða áhrif ávaninn hefur á þig. Lesið Matteus 22:37–39 og ræðið síðan hvaða áhrif tóbak og önnur ávanabindandi efni hafa á …

      • sambandið við Jehóva.

      • vini og vandamenn.

      Gerðu áætlun um hvernig þú ætlar að sigrast á slæmum ávana.a Spilið MYNDBANDIÐ.

      MYNDBAND: Sýnum sjálfstjórn (2:47)

      Lesið Filippíbréfið 4:13 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvernig getur það að biðja reglulega til Jehóva, lesa í Biblíunni og fara á samkomur gefið okkur kraft til að sigrast á slæmum ávana?

      5. Berstu gegn óhreinum hugsunum og venjum

      Lesið Kólossubréfið 3:5 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      • Hvernig vitum við að klám, kynferðisleg skilaboð og sjálfsfróun eru óhreinir ávanar í augum Jehóva?

      • Finnst þér sanngjarnt af Jehóva að ætlast til af okkur að vera siðferðilega hrein? Hvers vegna?

      Sjáðu hvernig hægt er að berjast gegn óhreinum hugsunum. Spilið MYNDBANDIÐ.

      MYNDBAND: Vertu ákveðinn í að halda þér hreinum (1:51)

      Jesús notaði líkingu sem sýnir að við megum ekki hika við að gera það sem þarf til að halda okkur siðferðilega hreinum. Lesið Matteus 5:29, 30 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Jesús var ekki að segja að við ættum að skaða sjálf okkur heldur var hann að sýna fram á að við þyrftum að grípa til aðgerða. Hvað getur sá sem berst við óhreinar hugsanir þurft að gera til að forðast þær?b

      Jehóva kann að meta það sem þú gerir til að berjast gegn óhreinum hugsunum. Lesið Sálm 103:13, 14 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvernig hvetja þessi vers þig til að gefast ekki upp ef þú ert að berjast við óhreinan ávana?

      Ekki gefast upp!

      Það er kannski auðvelt að gefast upp ef manni mistekst. En hlaupari sem hrasar er ekki þar með úr leik og hann þarf ekki heldur að byrja upp á nýtt. Þú hefur heldur ekki tapað í baráttunni við slæman ávana þó að þú fallir. Og þú ert ekki kominn á byrjunarreit. Það er eðlilegt að mistakast – það er bara hluti af því að sigrast á slæmum ávana. Gefstu ekki upp! Með hjálp Jehóva geturðu sigrast á slæmum ávana.

      Hlaupari stendur upp eftir að hafa hrasað.
  • Hvernig ættum við að líta á áfengi?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
    • 6. Að sigrast á áfengisvanda

      Taktu eftir hvað hjálpaði manni nokkrum að sigrast á áfengisvanda. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      MYNDBAND: „Ég var mjög óhamingjusamur“ (6:32)

      Myndir úr myndbandinu „Ég var mjög óhamingjusamur“. 1. Dmítríj horfir á áfengisflösku. 2. Dmítríj, eiginkona hans og dóttir rannsaka Biblíuna saman.
      • Hvernig hegðaði Dmítríj sér þegar hann drakk?

      • Tókst honum strax að hætta að drekka?

      • Hvernig tókst honum að lokum að sigrast á áfengisfíkninni?

      Lesið 1. Korintubréf 6:10, 11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

      • Hversu alvarleg er ofdrykkja?

      • Hvað sýnir að sá sem á við áfengisvanda að glíma getur breytt sér?

      Lesið Matteus 5:30 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Að höggva af sér höndina merkir að færa fórnir til að gleðja Jehóva. Hvað geturðu gert ef þú ert að reyna að sigrast á áfengisfíkn?a

      Lesið 1. Korintubréf 15:33 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

      • Hvaða áhrif geta vinir þínir haft á það hve mikið þú drekkur?

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila