Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Réttlæti fæst ekki gegnum munnlegar erfðavenjur
    Varðturninn – 1991 | 1. júní
    • 12. (a) Hvernig breytti Jesús út frá því sem hann var vanur að hafa fyrir inngangsorð þegar hann vitnaði í Hebresku ritningarnar, og hvers vegna? (b) Hvað lærum við af því er Jesús sagði í sjötta sinn: „Sagt var“?

      12 Er Jesús hafði áður vitnað í Hebresku ritningarnar sagði hann: „Ritað er.“ (Matteus 4:4, 7, 10) En sex sinnum í fjallræðunni vitnaði hann með formálsorðunum: „Sagt var,“ í orð sem hljóma eins og þau séu tekin úr Hebresku ritningunum. (Matteus 5:21, 27, 31, 33, 38, 43) Hvers vegna? Vegna þess að hann var að vitna í ritninguna eins og hún var túlkuð samkvæmt erfðavenjum faríseanna er gengu gegn boðorðum Guðs. (5. Mósebók 4:2; Matteus 15:3) Það kemur skýrt fram í sjöttu og síðustu tilvitnun Jesú af þessu tagi: „Þér hafið heyrt, að sagt var: ‚Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.‘“ En ı Móselögunum stóð hvergi: „Hata óvin þinn.“ Það var túlkun fræðimannanna og faríseanna á þvı að elska náunga sinn — af hópi Gyðinga, ekki annarra.

  • Réttlæti fæst ekki gegnum munnlegar erfðavenjur
    Varðturninn – 1991 | 1. júní
    • 16. Hvaða siður Gyðinga gerði eiðstafi merkingarlausa og hvaða afstöðu tók Jesús?

      16 Jesús hélt áfram í svipuðum tón: „Enn hafið þér heyrt, að sagt var við forfeðurna: ‚Þú skalt ekki vinna rangan eið‘ . . . en ég segi yður, að þér eigið alls ekki að sverja.“ Svo var komið að Gyðingar voru farnir að misnota sér eiðstaf með því að sverja eiða varðandi smáatriði en án þess að halda þá. En Jesús sagði: „Þér eigið alls ekki að sverja, . . . en þegar þér talið, sé já yðar já og nei sé nei.“ Reglan, sem hann setti, var einföld: Segið alltaf satt, þannig að þið þurfið ekki að sverja eið að orðum ykkar. Sverjið eið aðeins í mikilvægum málum. — Matteus 5:33-37; samanber 23:16-22.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila