Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Réttlæti fæst ekki gegnum munnlegar erfðavenjur
    Varðturninn – 1991 | 1. júní
    • 18. (a) Hvernig breyttu Gyðingar lagaboðinu um að elska náunga sinn en hvernig andmælti Jesús því? (b) Hverju svaraði Jesús löglærðum manni sem vildi takmarka merkingu hugtaksins „náungi“?

      18 Í sjötta og síðasta dæminu kom greinilega fram hjá Jesú hvernig erfðavenjur rabbínanna veiktu Móselögin: „Þér hafið heyrt, að sagt var: ‚Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.‘ En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður.“ (Matteus 5:43, 44) Í hinum skráðu Móselögum voru kærleikanum engin takmörk sett: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (3. Mósebók 19:18) Það voru farísearnir sem færðust undan því að hlýða þessu boðorði, og í því skyni þrengdu þeir merkingu hugtaksins „náungi“ svo að það næði aðeins yfir þá sem héldu erfðavenjurnar. Því var það að löglærður maður sneri út úr fyrir Jesú síðar meir er Jesús minnti hann á boðið um að ‚elska náungann eins og sjálfan sig,‘ og spurði: „Hver er þá náungi minn?“ Jesús svaraði með dæmisögunni um miskunnsama Samverjann sem kennir okkur að vera náungi þess sem þarfnast hjálpar okkar. — Lúkas 10:25-37.

  • Réttlæti fæst ekki gegnum munnlegar erfðavenjur
    Varðturninn – 1991 | 1. júní
    • 20. Hvernig áréttaði Jesús Móselogin og jók vægi þeirra?

      20 Þegar Jesús vitnaði síðar í hluta lögmálsins og bætti við: „En ég segi yður,“ þá var hann ekki að víkja Móselögunum til hliðar og skáka fram einhverju öðru í staðinn. Nei, hann var að árétta og auka vægi þess með því að draga fram andann sem að baki því bjó. Hið æðra lögmál bróðurkærleikans dæmir langvarandi illvilja sem morð. Hið æðra lögmál hreinleikans dæmir viðvarandi, lostafulla hugsun sem hórdóm. Hið æðra lögmál hjónabandsins bannar hjónaskilnað af litlu tilefni af því að nýtt hjónaband hefur í för með sér hjúskaparbrot. Hið æðra lögmál sannleikans sýnir að síendurteknir eiðstafir eru óþarfir. Hið æðra lögmál mildinnar hafnar hefnigirni. Hið æðra lögmál kærleikans kallar á takmarkalausan kærleika líkt og Guð sýnir.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila