Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Að njóta sannrar velgengni
    Varðturninn – 2012 | 15. desember
    • 13. Hvað sagði Jesús um að safna sér fjársjóðum?

      13 Jesús sagði: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.“ – Matt. 6:19-21.

  • Að njóta sannrar velgengni
    Varðturninn – 2012 | 15. desember
    • 15. Hvers konar velgengni ættum við að sækjast eftir?

      15 Sumir prestar og trúarkennarar hafa prédikað að það sé rangt að sækjast eftir velgengni og það beri að bæla niður alla slíka viðleitni. En Jesús sagði ekki að það væri rangt að reyna að vera farsæl. Hann hvatti lærisveina sína öllu heldur til að keppa eftir velgengni af réttu tagi. Hann sagði þeim að safna sér „fjársjóðum á himni“ því að þeir væru varanlegir. Við ættum umfram allt að reyna að vera farsæl í augum Jehóva. Orð Jesú minna okkur á að við getum valið hvaða markmiði við keppum að. Sannleikurinn er sá að við sækjumst eftir því sem er hjartanu kærast, því sem okkur finnst hafa mest gildi.

      16. Hvaða ráðum getum við treyst?

      16 Ef okkur langar til að þóknast Jehóva megum við vera viss um að hann sjái okkur fyrir öllu sem við þurfum. Vissulega getur hann leyft að við þolum hungur og þorsta um tíma, rétt eins og Páll postuli. (1. Kor. 4:11) Við getum engu að síður treyst viturlegum ráðum Jesú en hann sagði: „Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ – Matt. 6:31-33.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila