Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.03 bls. 1
  • Leitaðu að verðugum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Leitaðu að verðugum
  • Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Svipað efni
  • Boðunarstarf í síma – leið til að ná til margra
    Ríkisþjónusta okkar – 1993
  • Símastarf getur verið árangursríkt
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Árangursrík símaboðun
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Hefur þú reynt að fara í boðunarstarfið á kvöldin?
    Ríkisþjónusta okkar – 1996
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2003
km 12.03 bls. 1

Leitaðu að verðugum

1 Það er áskorun að sinna boðunarstarfinu sem Jesús fól okkur. Hann sagði: „Hvar sem þér komið í borg eða þorp, spyrjist þá fyrir um, hver þar sé verðugur.“ (Matt. 10:11) En hvernig getum við náð árangri í leitinni að verðugum þar sem fólk er sífellt minna heima við?

2 Kannaðu starfssvæðið: Byrjaðu á því að kanna svæðið þitt. Hvenær er líklegast að fólk sé heima? Hvar er það að finna á daginn? Er einhver ákveðinn dagur vikunnar eða tími dags sem hentar þeim betur en annar? Með því að laga boðunarstarf þitt að aðstæðum og venjum fólksins á svæðinu geturðu náð meiri árangri. — 1. Kor. 9:23, 26.

3 Mörgum boðberum hefur gengið vel að hitta fólk heima snemma á kvöldin. Á þeim tíma dags eru húsráðendur oft afslappaðir og fúsir til að hlusta. Í mesta skammdeginu getur verið gott að vitna í síma á kvöldin ef það er leyfilegt. Það er líka hægt að koma fagnaðarerindinu til fólks með því að fara í götu- eða fyrirtækjastarf.

4 Í söfnuði nokkrum var gert sértakt átak einn mánuðinn. Skipulagt var síðdegisstarf laugardaga og sunnudaga og kvöldstarf miðvikudaga og föstudaga. Söfnuðurinn skipulagði líka símastarf og fyrirtækjastarf. Þetta vakti svo mikinn áhuga á boðunarstarfinu að söfnuðurinn ákvað að halda þessu áfram.

5 Fylgdu áhuganum eftir: Ef erfitt er að hitta fólk heima þegar þú ferð í endurheimsóknir skaltu reyna að ákveða tíma til að hitta húsráðanda aftur í lok hverrar heimsóknar —  jafnvel þegar þú hittir viðkomandi í fyrsta skipti. Stattu svo við það að koma aftur. (Matt. 5:37) Þú gætir líka beðið um símanúmer húsráðanda ef það á við. Það getur auðveldað þér að ná sambandi við hann aftur.

6 Við getum verið viss um að Jehóva blessar okkur þegar við leggjum okkur fram um að leita að verðugum og fylgja áhuganum eftir. — Orðskv. 21:5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila