Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Jehóva hefur talið á þér höfuðhárin
    Varðturninn – 2005 | 1. september
    • 6 Jesús brá upp tveim líkingum til að glöggva fyrir postulunum að þeir gætu verið óhræddir. „Eru ekki tveir spörvar seldir fyrir smápening?“ spurði hann. „Og ekki fellur einn þeirra til jarðar án vitundar föður yðar. Á yður eru jafnvel höfuðhárin öll talin. Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar.“ (Matteus 10:29-31) Jesús sagði að við gætum verið óhrædd þótt á móti blési vegna þess að við gætum treyst að Jehóva léti sér annt um okkur hvert og eitt. Greinilegt er að Páll postuli treysti því vegna þess að hann skrifaði: „Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss? Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum?“ (Rómverjabréfið 8:31, 32) Það skiptir ekki máli hvaða erfiðleikar verða á vegi þínum vegna þess að þú getur treyst að Jehóva lætur sér annt um þig persónulega, svo framarlega sem þú ert honum trúr. Við sjáum þetta enn skýrar ef við lítum nánar á það sem Jesús sagði við postulana.

  • Jehóva hefur talið á þér höfuðhárin
    Varðturninn – 2005 | 1. september
    • 10. Hvaða þýðingu hafa orðin: „Á yður eru jafnvel höfuðhárin öll talin“?

      10 Eftir að hafa nefnt spörvana sagði Jesús: „Á yður eru jafnvel höfuðhárin öll talin.“ (Matteus 10:30) Með þessari stuttu en innihaldsríku athugasemd leggur Jesús enn meiri áherslu á samlíkinguna við spörvana. Á mannshöfði eru að meðaltali um 100.000 hár. Flest virðast hver öðru lík og ekkert eitt virðist verðskulda neina sérstaka athygli. En Jehóva Guð tekur eftir hverju hári og telur það. Er þá nokkuð í fari okkar eða lífi sem Jehóva veit ekki af? Hann skilur greinilega hvernig þjónar hans eru úr garði gerðir, hver og einn. Hann „lítur á hjartað“. — 1. Samúelsbók 16:7.

      11. Hvernig lét Davíð í ljós að hann treysti að Jehóva bæri umhyggju fyrir honum persónulega?

      11 Davíð konungur kynntist ýmiss konar þjáningum á lífsleiðinni en treysti að Jehóva gæfi gaum að honum. „Drottinn, þú rannsakar og þekkir mig,“ orti hann. „Hvort sem ég sit eða stend, þá veist þú það, þú skynjar hugrenningar mínar álengdar.“ (Sálmur 139:1, 2) Þú mátt líka treysta að Jehóva þekki þig persónulega. (Jeremía 17:10) Ályktaðu ekki í fljótfærni að þú sért of ómerkilegur til að alsjáandi augu Jehóva taki eftir þér.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila