-
Kristnir vottar sem eiga föðurland á himniVarðturninn – 1995 | 1. desember
-
-
2. Hvað nýtt átti Jesús að gera samkvæmt orðum Jóhannesar skírara og hverju átti það að tengjast?
2 Þegar Jóhannes skírari undirbjó veginn fyrir Jesú tilkynnti hann að Jesús myndi gera eitthvað nýtt. Frásagan segir: „[Jóhannes] prédikaði svo: ‚Sá kemur eftir mig, sem mér er máttugri, og er ég ekki verður þess að krjúpa niður og leysa skóþveng hans. Ég hef skírt yður með vatni, en hann mun skíra yður með heilögum anda.‘“ (Markús 1:7, 8) Fram til þess tíma hafði enginn skírst með heilögum anda. Þetta var nýtt fyrirkomulag í sambandi við heilagan anda og það tengdist þeim tilgangi Jehóva, sem hann opinberaði skömmu síðar, að búa menn undir að stjórna á himnum.
-
-
Kristnir vottar sem eiga föðurland á himniVarðturninn – 1995 | 1. desember
-
-
5. Hvenær voru hinir trúföstu lærisveinar skírðir með heilögum anda og hvað annað gerðist af völdum heilags anda á sama tíma?
5 Heilagur andi var þegar kominn yfir Jesú er hann talaði við Nikódemus og hafði smurt hann til að gegna konungdómi í Guðsríki framtíðarinnar, og Guð hafði opinberlega viðurkennt hann sem son sinn. (Matteus 3:16, 17) Jehóva gat fleiri andleg börn á hvítasunnunni árið 33. Trúfastir lærisveinar voru samankomnir í loftstofu í Jerúsalem þar sem þeir skírðust með heilögum anda. Um leið voru þeir endurfæddir af heilögum anda sem andlegir synir Guðs. (Postulasagan 2:2-4, 38; Rómverjabréfið 8:15) Enn fremur voru þeir smurðir með heilögum anda til að öðlast himneska arfleifð í framtíðinni, og þeir fengu byrjunarinnsigli heilags anda sem pant eða til merkis um að þessi himneska von væri örugg. — 2. Korintubréf 1:21, 22.
-