Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Blessun Jehóva hún auðgar
    Varðturninn – 1987 | 1. janúar
    • 5. Hvernig leit Jesús á auðæfi?

      5 Jesús vakti oft máls á þeirri hættu sem mönnum stafaði af fé og auði, því að sú hætta blasti við öllum, jafnt auðugum sem fátækum. (Matteus 6:24-32; Lúkas 6:24; 12:15-21) Við hvetjum þig til að gera sjálfsrannsókn með því að hugleiða það sem Jesús sagði við eitt tækifæri, eins og frá því er skýrt í Matteusi 19:16-24; Markúsi 10:17-30 og Lúkasi 18:18-30. Væri ekki ráð að staldra við eitt augnablik og lesa eina þessara frásagna eða allar?

      6, 7. (a) Hvaða samtal átti sér stað milli Jesú og ungs manns? (b) Hvaða ráð gaf Jesús að þeim loknum?

      6 Ungur höfðingi kom til Jesú og spurði: „Hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?“ Jesús vakti athygli hans á lögmálinu og benti þannig á að Jehóva hefði ekki látið vanta að segja mönnum hvað nauðsynlegt væri. Maðurinn svaraði að hann hefði haldið boð Guðs „frá æsku.“ Það var eins og hann stæði við dyr lífsins en skynjaði að hann vantaði enn þá eitthvað. Kannski hélt hann að einhver góðverk, einhver hetjudáð væri síðasta skrefið inn um dyrnar til eilífs lífs. Svar Jesú felur margt í sér: „Sel allt, sem þú átt, og skipt meðal fátækra, og munt þú fjársjóð eiga á himnum. Kom síðan og fylg mér.“ Hvað gerðist? „En er hann heyrði þetta, varð hann hryggur við, enda auðugur mjög.“ Síðan fór hann. — Lúkas 18:18, 21-23; Markús 10:22.

  • Blessun Jehóva hún auðgar
    Varðturninn – 1987 | 1. janúar
    • 8. (a) Við hvað má líkja þessum unga höfðingja? (b) Hvað var að hjá honum og hvers vegna ættum við að láta okkur það varða?

      8 Það kann að hjálpa þér að skilja aðstöðu unga höfðingjans ef þú hugsar þér nútímahliðstæðu — hreinlífan, ungan kristinn mann með góða biblíuþekkingu, gott siðferði, kominn úr auðugri fjölskyldu. Þú gætir öfundað slíkan mann. En Jesús fann að eitt veigamikið atriði vantaði hjá þessum unga Gyðingi: Auður hans eða eignir voru honum of mikilvægar. Því gaf Jesús þau ráð sem raun ber vitni. Þú sérð því hvers vegna þessi frásögn Biblíunnar á erindi til okkar allra, bæði efnaðra og fátækra. Peningar og eignir gætu farið að skipta okkur of miklu máli, hvort heldur við eigum þá eða hreinlega langar til að eignast þá.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila