Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w92 1.8. bls. 30
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Svipað efni
  • Fyrirrennarinn fæðist
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Stríðsvagnar og kóróna vernda þig
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • Sýnir Sakaría – hvernig snerta þær þig?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • „Verið hughraustir“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
w92 1.8. bls. 30

Spurningar frá lesendum

Varð Sakaría, faðir Jóhannesar skírara, bæði mállaus og heyrnarlaus eins og virðist mega ráða af Lúkasi 1:62?

Sumir hafa ályktað sem svo að Sakaríka hafi líka misst heyrnina. Við lesum í frásögu Biblíunnar: „Vildu þeir láta [barnið] heita Sakaría í höfuðið á föður sínum. Þá mælti móðir hans: ‚Eigi skal hann svo heita, heldur Jóhannes.‘ En þeir sögðu við hana: ‚Enginn er í ætt þinni, sem heitir því nafni.‘ Bentu þeir þá föður hans, að hann léti þá vita, hvað sveinninn skyldi heita. Hann bað um spjald og reit: ‚Jóhannes er nafn hans.‘“ — Lúkas 1:59-63.

Ekkert í þessari frásögu segir þó beinlínis að Sakaría hafi ekki heyrt um tíma.

Áður hafði engillinn Gabríel tilkynnt Sakaría um hina væntanlegu fæðingu sonar sem heita skyldi Jóhannes. Hinn aldraði Sakaría átti erfitt með að trúa því. Þá sagði engillinn: „Þú munt verða mállaus og ekki geta talað til þess dags, er þetta kemur fram, vegna þess að þú trúðir ekki orðum mínum, en þau munu rætast á sínum tíma.“ (Lúkas 1:13, 18-20) Engillinn sagði að vantrú Sakaría myndi hafa áhrif á mál hans, ekki heyrn.

Frásagan heldur áfram: „Er hann kom út [úr helgidóminum], gat hann ekki talað við þá [sem biðu fyrir utan], og skildu þeir, að hann hafði séð sýn í musterinu. Hann gaf þeim bendingar og var mállaus áfram.“ (Lúkas 1:22) Gríska orðið, sem hér er þýtt „mállaus,“ gefur til kynna sljóleika í tali, heyrn eða hvoru tveggja. (Lúkas 7:22) Hvað kom fyrir Sakaría? Athugum hvað gerðist þegar hann læknaðist. „Jafnskjótt laukst upp munnur hans og tunga, og hann fór að tala og lofaði Guð.“ (Lúkas 1:64) Það er rökrétt ályktun af þessu að það hafi einungis verið mál Sakaría sem varð fyrir áhrifum.

Hvers vegna „bentu þeir þá [Sakaría], að hann léti þá vita, hvað sveinninn skyldi heita?“ Sumir þýðendur nota jafnvel orðið „táknmál“ hér.

Sakaría, sem hafði verið mállaus frá tilkynningu engilsins, neyddist oft til að nota bendingar, eins konar táknmál, til að tjá sig. Til dæmis ‚gaf hann bendingar‘ þeim sem voru í musterinu. (Lúkas 1:21, 22) Síðar, þegar hann bað um spjald, hlýtur hann að hafa notað táknmál eða bendingar. (Lúkas 1:63) Það er því hugsanlegt að þeir sem umgengust hann meðan hann var mállaus hafi líka haft tilhneigingu til að tala í bendingum.

Hins vegar er líklegri skýringu að finna á bendingunum sem nefndar eru í Lúkasi 1:62. Elísabet var nýbúin að tjá sig um hvað sonur hennar ætti að heita. Án þess að andmæla henni má vera að þeir hafi einfaldlega stigið hið næsta og eðlilega skref sem var að leita ákvörðunar eiginmanns hennar. Þeir gátu gert það með því einu að kinka kolli eða með bendingu. Sú staðreynd að þeir skrifuðu ekki spurninguna handa Sakaría til að hann gæti lesið getur jafnvel líka bent til þess að hann hafi heyrt orð konu sinnar. Þess vegna getur hafa nægt að kinka til hans kolli eða gefa sambærilega bendingu í merkingunni: ‚Nú, við höfum öll (líka þú, Sakaría) heyrt tillögu hennar, en hvað segir þú að barnið eigi að heita?‘

Þegar í stað eftir þetta gerðist annað kraftaverk þegar Sakaría fékk málið aftur. „Jafnskjótt laukst upp munnur hans og tunga, og hann fór að tala.“ (Lúkas 1:64) Hér þurfti ekkert að minnast á heyrn hans því hún hafði verið óskert.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila