-
Hvernig bjargar lausnargjaldið okkur?Varðturninn – 2010 | 15. ágúst
-
-
Bjargað frá reiði Guðs
4, 5. Hvað sýnir að reiði Guðs hvílir yfir illu heimskerfi nútímans?
4 Af Biblíunni og mannkynssögunni má sjá að reiði Guðs hefur hvílt yfir mannkyninu allt frá syndafalli Adams. (Jóh. 3:36) Það er ljóst af því að enginn maður hefur getað umflúið dauðann. Þótt Satan, keppinautur Jehóva, fari með völd yfir mannkyni hefur honum ekki tekist að hlífa því við sífelldum hörmungum, og engin ríkisstjórn hefur getað fullnægt frumþörfum allra þegna sinna. (1. Jóh. 5:19) Mannkynið er því plagað styrjöldum, glæpum og fátækt.
-
-
Hvernig bjargar lausnargjaldið okkur?Varðturninn – 2010 | 15. ágúst
-
-
7 Páll postuli sagði að Jesús myndi „frelsa okkur frá hinni komandi reiði“. (1. Þess. 1:10) Þegar Jehóva gefur reiði sinni útrás verður iðrunarlausum syndurum útrýmt í eitt skipti fyrir öll. (2. Þess. 1:6-9) Hverjir komast undan? Í Biblíunni segir: „Sá sem trúir á soninn hefur eilíft líf en sá sem óhlýðnast syninum mun ekki öðlast líf heldur varir reiði Guðs yfir honum.“ (Jóh. 3:36) Öllum sem eru á lífi og trúa á Jesú og lausnargjaldið verður þyrmt þegar þetta heimskerfi líður undir lok á reiðidegi Guðs.
-