Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lff kafli 43
  • Hvernig ættum við að líta á áfengi?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig ættum við að líta á áfengi?
  • Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • KAFAÐU DÝPRA
  • SAMANTEKT
  • KANNAÐU
  • Viðhorf Guðs til áfengis haft að leiðarljósi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Hvernig getur þú haft stjórn á áfengisneyslu þinni?
    Fleiri viðfangsefni
  • Höfum rétt viðhorf til áfengis
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
  • Farðu varlega með áfengi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
Sjá meira
Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
lff kafli 43
Kafli 43. Áfengir og óáfengir drykkir standa á borði í boði.

KAFLI 43

Hvernig ættum við að líta á áfengi?

Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa

Alls staðar í heiminum hefur fólk mismunandi viðhorf til áfengis. Sumir hafa gaman af að fá sér í glas með vinum sínum af og til. Aðrir kjósa að drekka ekki. Enn aðrir drekka sig fulla. Hvert er viðhorf Biblíunnar til áfengis?

1. Er rangt að drekka áfengi?

Biblían segir ekki að það sé rangt að drekka áfengi. Hún nefnir meira að segja „vín sem gleður hjarta mannsins“ þegar hún telur upp margar af gjöfum Guðs. (Sálmur 104:14, 15) Sumir trúfastir karlar og konur sem talað er um í Biblíunni drukku áfengi. – 1. Tímóteusarbréf 5:23.

2. Hvaða ráð gefur Biblían þeim sem velja að drekka áfengi?

Jehóva fordæmir ofdrykkju og það að drekka sig fullan. (Galatabréfið 5:21) Í orði hans segir: „Vertu ekki í hópi þeirra sem drekka of mikið vín.“ (Orðskviðirnir 23:20) Ef við veljum að drekka, jafnvel í einrúmi, ættum við því ekki að drekka það mikið að við getum ekki hugsað skýrt eða haft stjórn á tali okkar og verkum eða að við stofnum heilsu okkar í hættu. Ef við getum ekki haft stjórn á drykkjunni ættum við að vera tilbúin að hætta alveg að drekka.

3. Hvernig getum við virt ákvarðanir annarra varðandi áfengi?

Hver og einn þarf að ákveða hvort hann drekkur áfengi. Við ættum ekki að dæma þann sem velur að drekka áfengi í hófi og við ættum ekki heldur að þrýsta á þann að drekka sem vill það ekki. (Rómverjabréfið 14:10) Við veljum að drekka ekki ef það myndi gera öðrum erfitt fyrir. (Lestu Rómverjabréfið 14:21.) Við hugsum „ekki um eigin hag heldur hag annarra“. – Lestu 1. Korintubréf 10:23, 24.

KAFAÐU DÝPRA

Skoðaðu meginreglur í Biblíunni sem geta hjálpað þér að ákveða hvort þú ætlir að drekka og þá hversu mikið. Kynntu þér líka hvað þú getur gert ef þú glímir við drykkjuvandamál.

4. Ákveddu hvort þú ætlir að drekka áfengi

Hvernig leit Jesús á það að drekka áfengi? Hugleiddu fyrsta kraftaverkið sem hann vann til að komast að því. Lesið Jóhannes 2:1–11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvað lærum við af þessu kraftaverki um viðhorf Jesú til áfengis og þeirra sem drekka?

  • Hvernig ættum við að líta á þann sem velur að drekka fyrst Jesús fordæmdi ekki neyslu áfengis?

Þó að við megum drekka áfengi er ekki þar með sagt að það sé alltaf skynsamlegt. Lesið Orðskviðina 22:3 og ræðið síðan hvernig eftirfarandi aðstæður gætu haft áhrif á það hvort þú ætlir að drekka:

  • Þú ert að fara að keyra eða vinna við vélar.

  • Þú ert ófrísk.

  • Læknir hefur ráðlagt þér að drekka ekki áfengi.

  • Þú átt erfitt með að hafa stjórn á því hversu mikið þú drekkur.

  • Lögin leyfa ekki að þú drekkir.

  • Þú ert með einhverjum sem velur að halda sig frá áfengi vegna þess að hann hefur átt erfitt með að stjórna drykkju sinni.

Ættirðu að bjóða upp á áfengi í brúðkaupum eða öðrum veislum? Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá hvað getur hjálpað þér að ákveða það.

MYNDBAND: Ætti ég að bjóða upp á áfengi? (2:41)

Lesið Rómverjabréfið 13:13 og 1. Korintubréf 10:31, 32. Ræðið eftirfarandi spurningu eftir hvert vers fyrir sig:

  • Hvernig getur þessi meginregla hjálpað þér að taka ákvörðun sem gleður Jehóva?

Bróðir afþakkar vín á veitingastað. Tvær systur sem borða með honum drekka vín.

Hver og einn þarf að ákveða sjálfur hvort hann drekkur áfengi eða ekki. Og þó að hann drekki stundum getur hann líka stundum ákveðið að sleppa því.

5. Ákveddu hversu mikið þú ætlir að drekka

Hafðu eftirfarandi í huga ef þú velur að drekka áfengi: Jehóva fordæmir ekki neyslu áfengis en hann fordæmir ofdrykkju. Hvers vegna? Lesið Hósea 4:11, 18 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvað getur gerst ef fólk drekkur of mikið?

Hvernig getum við varast að drekka of mikið? Við þurfum að vera hógvær, eða meðvituð um takmörk okkar. Lesið Orðskviðina 11:2 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvers vegna er skynsamlegt að setja því ákveðin mörk hve mikið maður drekkur?

6. Að sigrast á áfengisvanda

Taktu eftir hvað hjálpaði manni nokkrum að sigrast á áfengisvanda. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

MYNDBAND: „Ég var mjög óhamingjusamur“ (6:32)

Myndir úr myndbandinu „Ég var mjög óhamingjusamur“. 1. Dmítríj horfir á áfengisflösku. 2. Dmítríj, eiginkona hans og dóttir rannsaka Biblíuna saman.
  • Hvernig hegðaði Dmítríj sér þegar hann drakk?

  • Tókst honum strax að hætta að drekka?

  • Hvernig tókst honum að lokum að sigrast á áfengisfíkninni?

Lesið 1. Korintubréf 6:10, 11 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hversu alvarleg er ofdrykkja?

  • Hvað sýnir að sá sem á við áfengisvanda að glíma getur breytt sér?

Lesið Matteus 5:30 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Að höggva af sér höndina merkir að færa fórnir til að gleðja Jehóva. Hvað geturðu gert ef þú ert að reyna að sigrast á áfengisfíkn?a

Lesið 1. Korintubréf 15:33 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvaða áhrif geta vinir þínir haft á það hve mikið þú drekkur?

EINHVER GÆTI SPURT: „Er rangt að drekka?“

  • Hvernig myndirðu svara því?

SAMANTEKT

Jehóva hefur gefið okkur áfengi til að gleðja okkur, en hann fordæmir ofdrykkju og að drekka sig fullan.

Upprifjun

  • Hvert er viðhorf Biblíunnar til áfengis?

  • Hvaða hættur fylgja því að drekka of mikið?

  • Hvernig getum við virt ákvarðanir annarra varðandi áfengi?

Markmið

KANNAÐU

Hvernig geta unglingar tekið skynsamlegar ákvarðanir varðandi áfengi?

Hugsaðu áður en þú drekkur áfengi (2:31)

Lestu um hvernig hægt er að sigrast á áfengisvanda.

„Höfum rétt viðhorf til áfengis“ (Varðturninn 1. júlí 2010)

Er í lagi að skála?

„Spurningar frá lesendum“ (Grein úr Varðturninum)

Lestu söguna ‚Ég var botnlaus tunna‘ til að sjá hvernig maður nokkur sigraðist á ofdrykkju.

„Biblían breytir lífi fólks“ (Grein úr Varðturninum)

a Þeir sem eru háðir áfengi gætu þurft á aðstoð fagfólks að halda til að sigrast á fíkninni. Margir læknar mæla með því að þeir sem hafa glímt við áfengisvanda hætti alveg að drekka.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila