Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • gt kafli 16
  • Kostgæfni gagnvart tilbeiðslu Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Kostgæfni gagnvart tilbeiðslu Jehóva
  • Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Svipað efni
  • Hvers vegna Jesús kom til jarðar
    Mesta mikilmenni sem lifað hefur
  • Messías uppfyllti spádóm
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2016
  • A7-C Helstu atburðir í ævi Jesú á jörð – boðunarátak Jesú í Galíleu (1. hluti)
    Biblían – Nýheimsþýðingin
  • „Stund hans var enn ekki komin“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
Sjá meira
Mesta mikilmenni sem lifað hefur
gt kafli 16

Kafli 16

Kostgæfni gagnvart tilbeiðslu Jehóva

HÁLFBRÆÐUR Jesú — hinir synir Maríu — heita Jakob, Jósef, Símon og Júdas. Vera má að María og synirnir hafi komið við í heimabæ sínum, Nasaret, og tekið til það sem þau þurfa til fararinnar áður en þau héldu öll með Jesú og lærisveinum hans til borgarinnar Kapernaum við Galíleuvatn.

En hvers vegna fer Jesús til Kapernaum í stað þess að halda starfi sínu áfram í Nasaret eða annars staðar á Galíleuhæðum? Meðal annars vegna þess að Kapernaum er greinilega stærri og þekktari borg. Auk þess búa flestir hinna nýju lærisveina Jesú í Kapernaum eða nágrenni, þannig að þeir þurfa ekki að fara að heiman til að fá fræðslu hjá honum.

Meðan Jesús dvelur í Kapernaum vinnur hann mörg dásemdarverk eins og hann nefnir sjálfur nokkrum mánuðum síðar. En innan skamms eru Jesús og félagar hans á faraldsfæti á ný. Það er komið vor árið 30 og þeir eru á leið til Jerúsalem til að halda páskahátíðina. Meðan á dvölinni þar stendur kynnast lærisveinarnir nýrri hlið á Jesú.

Samkvæmt lögmáli Guðs eiga Ísraelsmenn að færa dýrafórnir. Þeim til hagræðis bjóða kaupmenn í Jerúsalem dýr og fugla til sölu í þeim tilgangi. En þeir stunda verslun sína inni í musterinu og þeir svíkja fólk með því að setja upp of hátt verð.

Jesús fyllist réttlátri reiði, gerir sér svipu úr köðlum og rekur sölumennina út. Hann steypir niður peningum víxlaranna og hrindir um borðum þeirra. „Burt með þetta héðan,“ hrópar hann. „Gjörið ekki hús föður míns að sölubúð.“

Þegar lærisveinar Jesú sjá þetta rifjast upp fyrir þeim spádómurinn um son Guðs: „Vandlæting [kostgæfni] vegna húss þíns mun tæra mig upp.“ En Gyðingarnir spyrja: „Hvaða tákn getur þú sýnt oss um það, að þú megir gjöra þetta?“ Jesús svarar: „Brjótið þetta musteri, og ég skal reisa það á þrem dögum.“

Gyðingarnir ímynda sér að Jesús sé að tala um hið bókstaflega musteri og segja því: „Þetta musteri hefur verið fjörutíu og sex ár í smíðum, og þú ætlar að reisa það á þrem dögum!“ En Jesús er að tala um musteri líkama síns og þrem árum síðar minnast lærisveinarnir þessara orða hans þegar hann er reistur upp frá dauðum. Jóhannes 2:12-22; Matteus 13:55; Lúkas 4:23.

▪ Hvert fer Jesús eftir brúðkaupið í Kana?

▪ Hvers vegna fyllist Jesús réttlátri reiði og hvað gerir hann?

▪ Hvað kemur lærisveinum Jesú í hug þegar þeir sjá hann að verki?

▪ Hvað segir Jesús um „þetta musteri“ og hvað á hann við?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila