Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lff kafli 17
  • Hvernig persóna er Jesús?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig persóna er Jesús?
  • Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • KAFAÐU DÝPRA
  • SAMANTEKT
  • KANNAÐU
  • Hver er Jesús?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Sonurinn vill opinbera föðurinn
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Hvað gerði Jesús þegar hann var á jörðinni?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • „Ég kalla ykkur vini“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
Sjá meira
Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
lff kafli 17
Kafli 17. Jesús réttir fram hendurnar og læknar veikan mann með kraftaverki.

KAFLI 17

Hvernig persóna er Jesús?

Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa

Þegar við lærum um það sem Jesús sagði og gerði þegar hann var á jörðinni kynnumst við aðlaðandi eiginleikum sem vekja hjá okkur löngun til að verða vinir hans og Jehóva föður hans. Hvaða eiginleikar eru það meðal annars? Og hvernig getum við líkt eftir Jesú?

1. Á hvaða hátt er Jesús eins og faðir hans?

Jesús hefur fylgst með kærleiksríkum föður sínum á himni um milljarða ára og lært af honum. Þar af leiðandi er hann alveg eins og faðir hans hvað varðar hugsun, tilfinningar og verk. (Lestu Jóhannes 5:19.) Reyndar endurspeglar Jesús persónuleika föður síns svo fullkomlega að hann gat sagt: „Sá sem hefur séð mig hefur líka séð föðurinn.“ (Jóhannes 14:9) Þú kynnist Jehóva betur með því að læra um persónuleika Jesú. Til dæmis sýnir umhyggja Jesú fyrir fólki hve annt Jehóva er um þig.

2. Hvernig hefur Jesús sýnt að hann elskar Jehóva?

Jesús sagði: „Til að heimurinn viti að ég elska föðurinn geri ég eins og faðirinn hefur gefið mér fyrirmæli um.“ (Jóhannes 14:31) Þegar Jesús var á jörðinni sýndi hann hversu heitt hann elskaði föður sinn með því að hlýða honum, jafnvel þegar það var erfitt. Jesús naut þess líka að tala um föður sinn og hjálpa öðrum að byggja upp vináttu við hann. – Jóhannes 14:23.

3. Hvernig hefur Jesús sýnt að hann elskar fólk?

Í Biblíunni segir að Jesús hafi „sérstakt yndi af mönnunum“. (Orðskviðirnir 8:31) Hann sýndi kærleika sinn í verki með því að vera fórnfús þegar hann uppörvaði og hjálpaði öðrum. Hann vann kraftaverk sem báru ekki aðeins vitni um mátt hans heldur líka umhyggju. (Markús 1:40–42) Hann var vingjarnlegur og mismunaði ekki fólki. Það sem hann sagði hughreysti einlægt fólk sem hlustaði á hann og veitti því von. Jesús var fús til að þjást og deyja vegna þess að hann elskaði mannkynið. En honum er sérstaklega annt um þá sem fara eftir því sem hann kenndi. – Lestu Jóhannes 15:13, 14.

KAFAÐU DÝPRA

Kynnstu Jesú betur og hugleiddu hvernig þú getur líkt eftir kærleika hans og örlæti.

4. Jesús elskar föður sinn

Við lærum af fordæmi Jesú hvernig við getum tjáð Guði kærleika okkar. Lesið Lúkas 6:12 og Jóhannes 15:10; 17:26. Ræðið eftirfarandi spurningu eftir hvert vers fyrir sig:

  • Hvernig getum við líkt eftir Jesú og sýnt að við elskum Jehóva?

Jesús á bæn.

Jesús elskaði föður sinn á himni og talaði oft við hann í bæn.

5. Jesús finnur til með fólki

Jesús tók þarfir annarra fram yfir sínar eigin. Hann notaði tíma sinn og krafta til að hjálpa fólki, jafnvel þegar hann var þreyttur. Lesið Markús 6:30–44 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Á hvaða vegu sýndi Jesús öðrum umhyggju í þessari frásögu? – Sjá 31., 34., 41. og 42. vers.

  • Hvað fékk Jesú til að hjálpa fólki? – Sjá 34. vers.

  • Hvað lærum við af þessu um Jehóva þar sem Jesús endurspeglar eiginleika hans?

  • Á hvaða vegu getum við líkt eftir umhyggju Jesú fyrir öðrum?

Jesús gefur þúsundum manna að borða með því að margfalda fimm brauð og tvo smáfiska með kraftaverki. Lærisveinarnir dreifa matnum til karla, kvenna og barna.

6. Jesús er örlátur

Þó að Jesús hafi ekki verið efnaður var hann örlátur og hann hvetur okkur til að vera örlát. Lesið Postulasöguna 20:35 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvað sagði Jesús að myndi veita okkur ánægju?

Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

MYNDBAND: „Það er ánægjulegra að gefa“ – útdráttur (4:00)

  • Hvernig getum við gefið þó að við séum ekki efnuð?

Vissir þú?

Biblían kennir okkur að biðja til Jehóva í nafni Jesú. (Lestu Jóhannes 16:23, 24.) Þegar við biðjum þannig sýnum við að við kunnum að meta það sem Jesús hefur gert til að hjálpa okkur að eignast vináttu Jehóva.

SUMIR SEGJA: „Guði er alveg sama um þjáningar okkar.“

  • Jesús endurspeglar persónuleika föður síns. Hvernig sýna verk Jesú að Jehóva er annt um okkur?

SAMANTEKT

Jesús elskar Jehóva og hann elskar fólk. Jesús er eins og faðir hans og þess vegna kynnistu Jehóva betur því betur sem þú kynnist Jesú.

Upprifjun

  • Hvernig getum við sýnt að við elskum Jehóva eins og Jesús gerði?

  • Hvernig getum við sýnt að við elskum fólk eins og Jesús gerði?

  • Hvað finnst þér mest aðlaðandi í fari Jesú?

Markmið

KANNAÐU

Skoðaðu nokkra af eiginleikum Jesú sem við getum líkt eftir.

„Líktu eftir Jesú með því að vera …“ (Jesús – vegurinn, sannleikurinn og lífið, bls. 317)

Lestu um hve þýðingarmiklu hlutverki Jesús gegnir í bæninni.

„Af hverju ættum við að biðja í nafni Jesú?“ (Varðturninn 1. apríl 2008)

Talar Biblían um útlit Jesú?

„Hvernig leit Jesús út?“ (Vefgrein)

Hvað getum við lært af því hvernig Jesús kom fram við konur?

„Virðing og reisn undir vernd Guðs“ (Grein úr Varðturninum)

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila