Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w20 mars bls. 31
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
w20 mars bls. 31
Musterisverðir Gyðinga handtaka tvo menn eftir ábendingu trúarlegra andstæðinga.

Spurningar frá lesendum

Hverjir voru musterisverðir Gyðinga? Hvaða skyldum gegndu þeir?

Sumir Levítar sem voru ekki prestaættar gegndu ýmsum skyldum sem líkja mætti við hlutverk lögregluþjóna. Varðforingi helgidómsins hafði umsjón með þeim. Sagnaritarinn Fílon, sem var einnig Gyðingur, lýsir skyldum þeirra svona: „Sumir þeirra [Levítanna] standa við hliðin og gæta þeirra. Sumir eru [á musterissvæðinu] framan við helgidóminn til að meina þeim aðgang sem hafa ekki leyfi til að stíga þar fæti – hvort sem þeir gera það viljandi eða óviljandi. Sumir hafa það verkefni að skiptast á að fara eftirlitsferð um helgidóminn dag og nótt.“

Þessi varðsveit var í þjónustu Æðstaráðs Gyðinga. Hún var eini hópur Gyðinga sem Rómverjar leyfðu að bera vopn.

Fræðimaðurinn Joachim Jeremias segir: „Ef þeir sem handtóku Jesú voru úr sveit musterisvarða er auðvelt að skilja ávítur Jesú við handtökuna þegar hann sagðist hafa kennt í musterinu dag eftir dag án þess að vera tekinn höndum.“ (Matt. 26:55) Fræðimaðurinn áleit einnig að þeir sem voru sendir til að handtaka Jesú við annað tækifæri hafi verið musterisverðir. (Jóh. 7:32, 45, 46) Musterisverðir ásamt varðforingja þeirra voru seinna sendir til að fara með lærisveina Jesú fyrir Æðstaráðið og þeir voru líklega að verki þegar Páll postuli var dreginn út úr musterinu. – Post. 4:1–3; 5:17–27; 21:27–30.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila