Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • g87 8.7. bls. 20-22
  • Er það vilji Guðs að trúarbrögðin blandi sér í stjórnmál?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Er það vilji Guðs að trúarbrögðin blandi sér í stjórnmál?
  • Vaknið! – 1987
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvað gerði Jesús?
  • Dómi Guðs fullnægt
  • Er hægt að vera hlutlaus?
  • Ættu trúarbrögð að taka þátt í stjórnmálum?
    Fleiri viðfangsefni
  • „Þeir eru ekki af heiminum“
    Tilbiðjum hinn eina sanna Guð
  • „Þeir heyra ekki heiminum til“
    Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði
  • Hvers vegna eru vottar Jehóva hlutlausir í stjórnmálum?
    Spurningar og svör um Votta Jehóva
Sjá meira
Vaknið! – 1987
g87 8.7. bls. 20-22

Er það vilji Guðs að trúarbrögðin blandi sér í stjórnmál?

‚JÚDAS frá Galíleu kom fram á dögum skrásetningarinnar og sneri fólki til fylgis við sig. Hann fórst líka, og þeir dreifðust allir, sem fylgdu honum.‘ (Postulasagan 5:37) Hér finnum við annað dæmi í Biblíunni um að menn hafi blandað saman trú og stjórnmálum.

Skömmu fyrir fæðingu Jesú tryggði þessi Júdas sér stuðning faríseans Saddoks og tók að æsa til byltingar. Júdas var „rabbíni með sinn eigin sértrúarflokk“ en reyndi auk þess að „æsa landsmenn til byltingar, og sagði að þeir væru bleyður ef þeir héldu áfram að greiða Rómverjum skatta.“ — The Jewish War, eftir Jósefus.

Hvað gerði Jesús?

Skömmu eftir skírn Jesú reyndi djöfullinn að fá hann til að blanda sér í stjórnmál. Satan bauð honum „öll ríki heims og dýrð þeirra.“ Kristur neitaði því ekki að djöfullinn réði yfir öllum ríkjum heims. Hins vegar hafnaði hann afdráttarlaust þessu boði um pólitískt vald þótt hann hefði sjálfsagt getað séð það sem tækifæri til að gera fólki gott. — Matteus 4:8-10.

Þegar menn uppgötvuðu síðar að Jesús gat gefið þeim mat hugsuðu þeir greinilega með sér: ‚Ef Jesús stjórnaði myndi hann geta leyst efnahagsvanda okkar.‘ Taktu eftir viðbrögðum hans: „Jesús vissi nú að þeir myndu koma og taka hann með valdi til að gjöra hann að konungi, og vék því aftur upp til fjallsins einn síns liðs.“ (Jóhannes 6:10-15) Enda þótt Jesús hafði sérstaka hæfileika vildi hann ekki láta draga sig inn í stjórnmál.

Síðar reyndu nokkrir stjórnmálalega þenkjandi Gyðingar að veiða Jesú í gildru: Var rétt að greiða skatta? Voru skattar Rómverja of háir? Ef Gyðingur greiddi skattinn, var hann þá að leggja blessun sína yfir að Rómverjar notuðu skattféð til stríðsrekstrar? Við getum ýmislegt lært af svari Jesú: „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ (Markús 12:13-17) Rómversk-kaþólskir biskupar í Bandaríkjunum, 225 að tölu, tóku ólíka stefnu í nóvember 1986 þegar þeir samþykktu 115 blaðsíðna yfirlýsingu um efnahagsmál landsins. Í henni sagði meðal annars: „Endurskoða ber skattakerfið til að létta byrði fátækra. . . . Skattabyrði hinna betur settu ætti að vera hærri.“

Óháð því hvað okkur finnst um skatta er ljóst að Jesús var hlutlaus gagnvart öllum slíkum deilum. Lærisveinar hans, svo sem Páll postuli, tóku sömu afstöðu. (Rómverjabréfið 13:1-7) Þeir gættu hlutleysis jafnvel í mjög djúptækum þjóðfélagsdeilum svo sem deilunni um þrælahald. Þú getur rétt ímyndað þér hve auðvelt það hefði verið fyrir kristinn mann að steypa sér út í baráttu fyrir afnámi þrælahalds, ekki ósvipað og klerkar nú á dögum berjast opinberlega fyrir eða á móti fóstureyðingum, taka virka afstöðu til aðskilnaðarstefnunnar, kvenréttinda og svo mætti lengi telja. En sannkristnir menn gættu hlutleysis!

Prófessor E. P. Sanders við Oxford segir: „Nú viðurkenna nánast allir að ekki finnist nokkur minnsta vísbending um að Jesús hafi haft hernaðarleg eða pólitísk metnaðartakmörk, og hið sama gildir um lærisveinana.“

Dómi Guðs fullnægt

Eins og við sáum hér á undan voru margir leiðtogar Gyðinga þeirrar skoðunar að það þjónaði hag þeirra að vera samvinnuþýðir við hina rómversku drottnara. Það sýndi sig meira að segja í sambandi við réttarhöldin yfir Jesú, Messíasi, og aftöku hans. (Matteus 27:1, 2, 15-31) Opinberunarbókin líkir því hvernig trúarbrögðin hafa áhrif á og notfæra sér stjórnmálaöflin við ‚skækju sitjandi á villidýri.‘ Er það ekki vísbending um hvaða augum Guð lítur þessa íhlutunarsemi klerkanna? — Opinberunarbókin 17:1-5.

Margir fordæma þessi afskipti trúarbragðanna af stjórnmálum. Hér fara á eftir nokkur dæmi:

Malachi Martin, guðfræðingur við Páfagarð, bendir á að klerkar, „sem taka pólitísk eða þjóðfélagsleg vandamál upp á arma sér, bregðast sínu æðsta hlutverki: að vera fulltrúar Jesú Krists.“ Hann segir: „Biskupar hafa ekkert umboð til að fjalla um efnahagsmál eða segja forsetanum að senda ekki kjarnorkuflaugar til Evrópu.“

En hvað gerist þegar stjórnmálamenn og almenningur gefst upp á íhlutunarsemi klerkanna? Á síðasta ári fjallaði tímaritið Liberty um það hvernig Konstantínus keisari á fjórðu öld ‚blandaði saman stjórnmálum og trúarbrögðum og skapaði villidýrið „kirkju og ríki.“‘ Um núverandi ástand sagði: „Rétt eins og á tímum Konstantínusar notar kirkjan ríkið til að ná sínum eigin markmiðum.“ — Leturbreyting okkar.

Orð Guðs segir berlega hvernig þessu muni lykta. Sá tími er í nánd að stjórnmálaöflin snúast gegn og leggja í rúst heimsveldi falskra trúarbragða sem hefur svo lengi notfært sér stjórnmál til að skara eld að sinni köku. Opinberunarbókin 19:2 segir að þar með verði fullnægt dómi frá Guði.

Er hægt að vera hlutlaus?

Þú getur ekki komið í veg fyrir að trúarleiðtogar skipti sér af stjórnmálum. Hins vegar getur þú lagt þig fram um að lifa eins og Biblían lýsir sönnum dýrkendum Guðs. Jesús sagði um lærisveina sína: „Þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum.“ Síðan sagði hann Pílatusi landstjóra: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi. Væri mitt ríki af þessum heimi, hefðu þjónar mínir barist, svo ég yrði ekki framseldur Gyðingum.“ — Jóhannes 17:16; 18:36.

Er það gerlegt á okkar tímum að búa í þessum heimi sem þegnar eins eða annars lands, án þess þó að vera ‚hluti af heiminum,‘ það er að vera hlutlaus. Nútímasaga votta Jehóva svarar því játandi. Þeir hafa fylgt boði Biblíunnar um að vera löghlýðnir borgarar, en um leið gætt hlutleysis gagnvart stjórnmálum og hermálum þeirra mörgu þjóða sem þeir tilheyra.

Bókin The Shaping of American Religion segir um votta Jehóva: „Þótt þeir neiti að heilsa fánanum og taka þátt í tilgangslausum styrjöldum milli fordæmdra þjóða eru þeir að öðru leyti löghlýðnir borgarar. Fáir aðrir hópar hafa leyst svona snyrtilega það vandamál að búa ‚í‘ veraldlegu þjóðfélagi án þess að vera hluti ‚af‘ því.“ Þetta hefur einkennt votta Jehóva um allan heim í alls kyns pólitísku umhverfi. Jafnvel þar sem mjög hefur verið reynt að þvinga vottana til að víkja frá hlutleysi sínu hafa þeir sýnt Guðsríki hollustu fyrst og síðast.

Sagnfræðingurinn Brian Dunn segir: „Vottar Jehóva gátu ekki samrýmst nasismanum . . . Veigamesta ástæðan fyrir ímugusti nasista á sértrúarflokknum var afstaða vottanna til ríkisvaldsins og pólitískt hlutleysi þeirra. . . . Það hafði í för með sér að enginn hinna trúuðu gat borið vopn, greitt atkvæði, gegnt embætti, tekið þátt í opinberum hátíðahöldum eða tjáð ríkinu hollustu með nokkrum hætti.“ — The Churches’ Response to the Holocaust (1986).

Vottar Jehóva eru enn hlutlausir. Við lesum í The Modern Encyclopedia of Russian and Soviet History, 15. bindi: „Hitler hafði ástríðufulla andstyggð á Jehóvunum og hneppti ef til vill 10.000 þeirra í fangelsi . . . Hinir sálarlega óhagganlegu vottar þoldu fangabúðavistina í Þýskalandi betur en flestir aðrir . . . Sovésk stjórnvöld hafa aldrei veitt vottum Jehóva lagalega tilveru, því að þau sjá í hreyfingunni, jafnvel enn skýrar en í öðrum trúarhreyfingum, hugmyndafræði sem er í róttækri andstöðu við hollustu áhangandanna við ríkið. . . . Þeir taka engan þátt í kosningum; þeir neita að gegna herþjónustu; þeir hafa eins lítil samskipti og mögulegt er við hið opinbera.“

Bókin Christian Religion in the Soviet Union (1978) bætir við: „Sovéskir vottar standa á móti kröfunni um þátttöku í herþjónustu, kosningum og öllum öðrum pólitískum“ athöfnum sem vænst er af þegnum landsins.

Það er því gerlegt að líkja eftir hlutleysi Jesú gagnvart stjórnmálum og hermálum Rómverja og Gyðinga. Sú afstaða verður mönnum vernd þegar Guð fullnægir dómi sínum yfir því trúarkerfi sem hefur skipt sér svo mjög af stjórnmálum.

[Rammi á blaðsíðu 21]

„Það er kominn tími til að fjarlægja stjórnmál úr prédikunarstólnum og prédikunarstólinn úr stjórnmálunum. Embættismenn trúfélaga mega hafa hvaða skoðun sem þeir vilja á veraldlegum málum [en] prédikunarstóllinn er misnotaður þegar hann er notaður til að berjast fyrir veraldlegum málstað.“ — Langhorne Motley, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í júní 1985.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila