Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Okkur ber að hlýða Guði“
    Vitnum ítarlega um ríki Guðs
    • Hjón með Biblíuna og biblíutengd rit í hendi boða manni trúna fyrir framan húsið hans.

      Við boðum trúna „hús úr húsi“ eins og postularnir.

      16. Hvernig sýndu postularnir að þeir voru ákveðnir í að vitna ítarlega og hvernig líkjum við eftir boðunaraðferð þeirra?

      16 Postularnir sóuðu ekki tímanum heldur tóku strax að boða trúna á ný. „Þeir fóru daglega í musterið og hús úr húsi“ og héldu ótrauðir áfram að „boða fagnaðarboðskapinn um Krist“.d (Post. 5:42) Þessir kappsömu boðberar voru staðráðnir í að vitna ítarlega. Tökum eftir að þeir fóru heim til fólks til að boða því trúna, rétt eins og Jesús hafði sagt þeim að gera. (Matt. 10:7, 11–14) Það var eflaust þannig sem þeim tókst að fylla Jerúsalem með boðskap sínum. Vottar Jehóva nú á dögum eru þekktir fyrir að fylgja boðunaraðferð postulanna. Með því að banka upp á hjá öllum á starfssvæði okkar sýnum við að við erum vandvirk í starfi okkar og gefum öllum tækifæri til að heyra fagnaðarboðskapinn. Hefur Jehóva blessað boðunina hús úr húsi? Svo sannarlega! Milljónir manna hafa tekið við boðskapnum um ríkið núna á endalokatímanum og margir heyrðu hann fyrst þegar vottur bankaði upp á hjá þeim.

      BOÐUN „HÚS ÚR HÚSI“

      Lærisveinarnir „fóru daglega í musterið og hús úr húsi“ til að boða trúna og kenna þótt Æðstaráðið hefði bannað það. (Post. 5:42) Hvað er átt við þegar sagt er „hús úr húsi“?

      Í frummálinu, grísku, merkir orðalagið katʼ oikon bókstaflega ‚samkvæmt húsi‘. Margir þýðendur segja að orðið kataʹ gefi til kynna að lærisveinarnir hafi farið um og boðað trúna hús úr húsi. Orðið er notað í svipaðri merkingu í Lúkasi 8:1 þar sem Jesús er sagður hafa boðað fagnaðarboðskapinn „borg úr borg og þorp úr þorpi“.

      Fleirtölumyndina katʼ oikous er að finna í Postulasögunni 20:20. Þar segir Páll postuli við kristna umsjónarmenn: „Ég hikaði ekki við að … kenna ykkur opinberlega og hús úr húsi.“ Sumir telja að Páll sé bara að tala um að hann hafi kennt á heimilum öldunganna en versið á eftir ber með sér að það sé ekki rétt: „Ég skýrði ítarlega bæði fyrir Gyðingum og Grikkjum að þeir ættu að iðrast frammi fyrir Guði og trúa á Drottin okkar Jesú.“ (Post. 20:21) Trúbræður Páls voru búnir að iðrast og taka trú á Jesú. Að boða og kenna hús úr húsi snerist því greinilega um að vitna fyrir vantrúuðum.

  • „Okkur ber að hlýða Guði“
    Vitnum ítarlega um ríki Guðs
Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila