-
„Okkur ber að hlýða Guði“Vitnum ítarlega um ríki Guðs
-
-
Við boðum trúna „hús úr húsi“ eins og postularnir.
16. Hvernig sýndu postularnir að þeir voru ákveðnir í að vitna ítarlega og hvernig líkjum við eftir boðunaraðferð þeirra?
16 Postularnir sóuðu ekki tímanum heldur tóku strax að boða trúna á ný. „Þeir fóru daglega í musterið og hús úr húsi“ og héldu ótrauðir áfram að „boða fagnaðarboðskapinn um Krist“.d (Post. 5:42) Þessir kappsömu boðberar voru staðráðnir í að vitna ítarlega. Tökum eftir að þeir fóru heim til fólks til að boða því trúna, rétt eins og Jesús hafði sagt þeim að gera. (Matt. 10:7, 11–14) Það var eflaust þannig sem þeim tókst að fylla Jerúsalem með boðskap sínum. Vottar Jehóva nú á dögum eru þekktir fyrir að fylgja boðunaraðferð postulanna. Með því að banka upp á hjá öllum á starfssvæði okkar sýnum við að við erum vandvirk í starfi okkar og gefum öllum tækifæri til að heyra fagnaðarboðskapinn. Hefur Jehóva blessað boðunina hús úr húsi? Svo sannarlega! Milljónir manna hafa tekið við boðskapnum um ríkið núna á endalokatímanum og margir heyrðu hann fyrst þegar vottur bankaði upp á hjá þeim.
-