-
„Þið verðið vottar mínir“Vitnum ítarlega um ríki Guðs
-
-
14, 15. (a) Hvað sögðu englarnir um endurkomu Krists og hvað áttu þeir við? (Sjá einnig neðanmálsgrein.) (b) Hvernig kom Kristur aftur „á sama hátt“ og hann fór?
14 Eins og fram kemur í byrjun þessa kafla lyftist Jesús upp af jörðinni og hvarf sjónum postulanna 11. Þeir stóðu samt kyrrir og horfðu til himins. Að lokum birtust tveir englar sem sögðu vingjarnlega við þá: „Galíleumenn, hvers vegna standið þið og horfið til himins? Þessi Jesús, sem var hrifinn frá ykkur til himins, mun koma á sama hátt og þið sáuð hann fara til himins.“ (Post. 1:11) Áttu englarnir við að Jesús myndi snúa aftur í sama líkama eins og sum trúfélög kenna? Nei. Hvernig vitum við það?
15 Englarnir sögðu ekki að Jesús myndi koma aftur í sömu mynd heldur „á sama hátt“.b Á hvaða hátt fór hann? Hann var horfinn þegar englarnir sögðu þetta. Það voru aðeins fáeinir menn, postularnir, sem sáu og skildu að Jesús væri farinn frá jörðinni og væri á leið til föður síns á himnum. Kristur átti að snúa aftur með svipuðum hætti. Sú er líka raunin. Það er aðeins andlega sinnað fólk sem skilur að Jesús er nærverandi sem konungur. (Lúk. 17:20) Við þurfum að átta okkur á rökunum fyrir því að hann sé nærverandi og segja öðrum frá því svo að þeir skilji líka hve sérstökum tímum við lifum á.
-
-
„Þið verðið vottar mínir“Vitnum ítarlega um ríki Guðs
-
-
b Hér notar Biblían gríska orðið tropos sem merkir ‚háttur‘ en ekki morfeʹ sem merkir ‚mynd‘.
-