Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Gerið allt vegna fagnaðarerindisins
    Varðturninn – 1990 | 1. júlí
    • 3. Hvernig var Páll fús til að gera allt sakir fagnaðarerindisins, eins og sýndi sig í sambandi við Tímóteus og Gyðingana?

      3 Sú staðreynd að Páll var Gyðingur og fúsleiki hans til að gera allt vegna fagnaðarerindisins gerði hann vel í stakk búinn til að hjálpa auðmjúkum Gyðingum að taka við Jesú sem Messíasi. Til dæmis skulum við hugleiða það sem postulinn gerði er hann kaus sér Tímóteus að ferðafélaga. Tímóteus átti sér grískan föður og hafði ekki verið umskorinn eins og drengir meðal Gyðinga. (3. Mósebók 12:2, 3) Páll vissi að Gyðingar kynnu að hneykslast ef óumskorinn, ungur maður reyndi að hjálpa þeim að sættast við Guð. Hvað gerði Páll þá til að ekkert stæði í veginum fyrir að hjartahreinir Gyðingar mættu taka við Jesú? Hann „umskar hann sökum Gyðinga,“ jafnvel þótt umskurnar væri ekki krafist af kristnum mönnum. — Postulasagan 16:1-3.

      4. Hvert var markmið Páls samkvæmt 1. Korintubréfi 9:20?

      4 Það var því vegna fagnaðarerindisins að Páll sýndi öðrum Gyðingum kærleika og umhyggju. Hann skrifaði: „Ég hef verið Gyðingum sem Gyðingur, til þess að ávinna Gyðinga. Þeim, sem eru undir lögmálinu, hef ég verið eins og sá, sem er undir lögmálinu, enda þótt ég sjálfur sé ekki undir lögmálinu, til þess að ávinna þá, sem eru undir lögmálinu.“ (1. Korintubréf 9:20) Eins og þegar Tímóteus átti í hlut gerði Páll það sem hann gat til að ávinna Gyðinga og hjálpa þeim að taka kristna trú. En kom hann eins fram gagnvart mönnum af þjóðunum?

  • Gerið allt vegna fagnaðarerindisins
    Varðturninn – 1990 | 1. júlí
    • 7. Hvers vegna gilti ekki hið sama um Títus og Tímóteus hvað varðaði umskurnina?

      7 Er Páll fór til Jerúsalem árið 49 til að sækja mikilvægan fund hins stjórnandi ráðs kristna safnaðarins var gríski lærisveinninn Títus í för með honum. Páll skýrði bræðrunum, sem voru samankomnir, frá prédikun sinni og starfi meðal manna af þjóðunum. Hann skrifaði síðar: „Ekki var einu sinni Títus, sem með mér var og var grískur maður, neyddur til að láta umskerast.“ (Galatabréfið 2:1-3) Ólíkt Tímóteusi starfaði Títus aðallega meðal óumskorinna manna af þjóðunum. Þess vegna kom deilan um umskurnina ekki upp þegar hann átti í hlut. — 2. Korintubréf 8:6, 16-18, 23; 12:18; Títusarbréfið 1:4, 5.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila