-
Líkjum eftir postulum Jesú og verum vökulVarðturninn – 2012 | 15. janúar
-
-
4, 5. Hvernig leiðbeindi heilagur andi Páli og ferðafélögum hans?
4 Í fyrsta lagi voru postularnir vakandi fyrir leiðbeiningum um hvar þeir ættu að prédika. Í einni frásögu sjáum við hvernig Jesús notaði heilagan anda, sem hann fékk frá Jehóva, til að leiðbeina Páli postula og ferðafélögum hans á mjög óvenjulegu ferðalagi. (Post. 2:33) Við skulum slást í för með þeim. – Lestu Postulasöguna 16:6-10.
-
-
Líkjum eftir postulum Jesú og verum vökulVarðturninn – 2012 | 15. janúar
-
-
7 Á þessum tímapunkti tóku mennirnir ákvörðun sem gæti hafa virst svolítið undarleg. Í 8. versi segir: „Þeir fóru þá um Mýsíu og komu niður til Tróas.“ Ferðafélagarnir héldu sem sagt til vesturs og gengu um 550 kílómetra leið en fóru fram hjá hverri borginni á fætur annarri uns þeir komu til hafnarborgarinnar Tróas. Þaðan var hægur vandi að sigla til Makedóníu. Þar knúðu Páll og félagar hans dyra í þriðja sinn, og nú var opnað upp á gátt. Vers 9 skýrir frá því sem gerðist í framhaldinu: „Um nóttina birtist Páli sýn: Maður nokkur makedónskur stóð hjá honum og bað hann: ,Kom yfir til Makedóníu og hjálpa okkur!‘“ Loks vissi Páll hvar þeir áttu að prédika. Mennirnir sigldu nú án tafar til Makedóníu.
-