Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Kristur leiðir söfnuð sinn
    Varðturninn – 2002 | 1. apríl
    • 7. (a) Hvernig notar Jesús hið stjórnandi ráð til að sjá söfnuðunum út um heim allan fyrir forystu? (b) Hvernig má segja að kristnir umsjónarmenn séu útnefndir af heilögum anda?

      7 Eins og á fyrstu öld þjónar fámennur hópur af hæfum, smurðum umsjónarmönnum sem stjórnandi ráð, og kemur fram sem fulltrúi hins trúa og hyggna þjónshóps. Leiðtogi okkar notar þetta stjórnandi ráð til að útnefna hæfa karlmenn, ýmist andagetna eða ekki, sem öldunga í söfnuðunum. Jehóva hefur veitt Jesú umráð yfir heilögum anda sem gegnir þarna afarmikilvægu hlutverki. (Postulasagan 2:32, 33) Í fyrsta lagi verða þessir umsjónarmenn að uppfylla þær hæfniskröfur sem settar eru fram í orði Guðs og það er innblásið af heilögum anda. (1. Tímóteusarbréf 3:1-7; Títusarbréfið 1:5-9; 2. Pétursbréf 1:20, 21) Meðmæli og útnefning eiga sér stað að aflokinni bæn og undir handleiðslu heilags anda. Og þeir sem skipaðir eru sýna þess merki að þeir beri ávöxt þessa anda. (Galatabréfið 5:22, 23) Ráðleggingar Páls eiga því jafnt við alla öldunga, hvort heldur þeir eru smurðir eða ekki: „Hafið gát á sjálfum yður og allri hjörðinni, sem heilagur andi fól yður til umsjónar.“ (Postulasagan 20:28) Þessir útnefndu öldungar lúta forræði hins stjórnandi ráðs og gæta safnaðarins fúslega. Þannig er Kristur með okkur núna og leiðir söfnuðinn.

  • Kristur leiðir söfnuð sinn
    Varðturninn – 2002 | 1. apríl
    • 11. Af hverju er virðing fyrir öldungafyrirkomulaginu einn þáttur þess að lifa í samræmi við vígsluheit okkar?

      11 Leiðtogi okkar er fullkominn. Mennirnir, sem hann hefur gefið, eru það ekki. Þeim geta því orðið á mistök. Engu að síður er mikilvægt að sýna fyrirkomulagi Krists hollustu. Sannast að segja þurfum við að viðurkenna það umsjónarvald sem andinn hefur sett í söfnuðinum og lúta því fúslega til að lifa í samræmi við vígslu okkar og skírn. Skírn ‚í nafni heilags anda‘ er opinber yfirlýsing um að við viðurkennum heilagan anda og hlutverk hans í tilgangi Jehóva. (Matteus 28:19) Slík skírn gefur í skyn að við vinnum með andanum og gerum ekkert sem getur hindrað að hann starfi meðal fylgjenda Krists. Heilagur andi á stóran þátt í því að mæla með öldungum og útnefna þá svo að við getum tæplega verið trú vígsluheiti okkar ef við vinnum ekki með öldungafyrirkomulagi safnaðarins.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila