Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.05 bls. 1
  • Við erum í skuld við aðra

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Við erum í skuld við aðra
  • Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Svipað efni
  • Borgar sig að stofna til skulda?
    Vaknið! – 1996
  • Vertu ákafur að boða fagnaðarerindið
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Skuldir og fjárhagserfiðleikar – getur Biblían hjálpað?
    Biblíuspurningar og svör
  • Þegar enginn er heima
    Ríkisþjónusta okkar – 2007
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2005
km 7.05 bls. 1

Við erum í skuld við aðra

1 Páli postula fannst hann skuldbundinn til að prédika fyrir fólki. Hann vissi að Jehóva hafði með dýrmætu blóði sonar síns gert alls konar fólki mögulegt að bjargast. (1. Tím. 2:3-6) Páll sagði því: „Ég er í skuld bæði við Grikki og útlendinga, vitra og fávísa.“ Hann vann þrotlaust að því að greiða skuldina við aðra með því að segja þeim frá fagnaðarerindinu. — Rómv. 1:14, 15.

2 Kristnir menn nú á dögum leitast við að segja öðrum frá fagnaðarerindinu hvenær sem tækifæri gefst líkt og Páll. ,Þrengingin mikla‘ nálgast óðfluga þannig að það er brýnt að leita að hjartahreinum mönnum. Ósvikinn kærleikur til fólks ætti að knýja okkur til að vera ötul í þessu björgunarstarfi. — Matt. 24:21; Esek. 33:8.

3 Að borga skuldina: Helsta leiðin sem við notum til að ná tali af fólki er að prédika hús úr húsi. Á svæðum þar sem fáir eru heima er gagnlegt að halda nákvæmar skrár og fara aftur á mismunandi tímum því að þannig getum við hitt fleira fólk. (1. Kor. 10:33) Við getum einnig náð tali af fólki á viðskiptasvæðum, á götum úti, í almenningsgörðum, á bílastæðum og með hjálp síma. Við gætum spurt okkur: „Reyni ég eftir bestu getu að nýta allar tiltækar leiðir til að prédika hjálpræðisboðskapinn?“ — Matt. 10:11.

4 Brautryðjandasystur fannst hún hafa þá ábyrgð að hitta alla á svæðinu sínu. Í einu húsinu var alltaf dregið fyrir og aldrei neinn heima. En dag einn þegar systirin var ekki í starfinu tók hún eftir bíl fyrir framan húsið. Hún vildi ekki að tækifærið rynni sér úr greipum og hringdi því dyrabjöllunni. Maður kom til dyra og fyrsta samtalið varð til þess að systirin og eiginmaður hennar fóru aftur nokkrum sinnum. Að lokum þáði hann biblíunámskeið og er núna skírður bróðir. Hann er þakklátur fyrir að þessari systur fannst hún skuldbundin til að prédika fyrir öðrum.

5 Þar sem tíminn er óðum að renna út er núna brýnt að gjalda skuld okkar við náungann með því að leggja okkur kappsamlega fram um að boða fagnaðarerindið. — 2. Kor. 6:1, 2.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila