-
Beðið með „ákafri eftirvæntingu“Varðturninn – 1998 | 1. nóvember
-
-
‚Áköf eftirvænting sköpunarinnar‘
12, 13. Hvernig var hin mennska sköpun „undirorpin fallvaltleikanum“ og hvað þrá hinir aðrir sauðir?
12 Hafa hinir aðrir sauðir líka eitthvað til að vænta með ákefð? Svo sannarlega. Eftir að hafa talað um hina dýrlegu von andagetinna kjörsona Jehóva og ‚samarfa Krists‘ að ríkinu á himnum segir Páll: „Sköpunin þráir, að Guðs börn [‚synir,‘ NW] verði opinber. Sköpunin var undirorpin fallvaltleikanum, ekki sjálfviljug, heldur vegna hans, sem varp henni undir hann, í von um að jafnvel sjálf sköpunin muni verða leyst úr ánauð forgengileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna.“ — Rómverjabréfið 8:14-21; 2. Tímóteusarbréf 2:10-12.
-
-
Beðið með „ákafri eftirvæntingu“Varðturninn – 1998 | 1. nóvember
-
-
14. Hvað verður fólgið í ‚opinberun sona Guðs‘ og hvernig verður það til þess að mannkynið verði „leyst úr ánauð forgengileikans“?
14 Leifar hinna smurðu „sona Guðs“ verða fyrst að ‚opinberast.‘ Hvað felst í því? Á tilsettum tíma Guðs verður hinum öðrum sauðum ljóst að hinir smurðu hafa loks verið ‚merktir innsigli‘ og gerðir dýrlegir til að ríkja með Kristi. (Opinberunarbókin 7:2-4) Upprisnir ‚synir Guðs opinberast‘ líka þegar þeir taka þátt í að eyða illu heimskerfi Satans ásamt Kristi. (Opinberunarbókin 2:26, 27; 19:14, 15) Í þúsundáraríki Krists ‚opinberast‘ þeir enn frekar þegar þeir sem prestar miðla gagninu af lausnarfórn Jesú til hinnar mennsku ‚sköpunar.‘ Það verður til þess að mannkynið verður „leyst úr ánauð forgengileikans“ og gengur að lokum inn „til dýrðarfrelsis Guðs barna.“ (Rómverjabréfið 8:21; Opinberunarbókin 20:5; 22:1, 2) Er nokkur furða, miðað við þessar stórkostlegu framtíðarhorfur, að hinir aðrir sauðir skuli ‚bíða opinberunar sona Guðs með ákafri eftirvæntingu‘? — Rómverjabréfið 8:19, NW.
-