Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Brjóttu niður allt sem stendur gegn þekkingunni á Guði
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2019 | júní
    • 1. Við hverju varaði Páll postuli andasmurða kristna menn?

      „FYLGIÐ ekki háttsemi þessa heims,“ skrifaði Páll postuli. (Rómv. 12:2) Hann beinir þessum orðum til kristinna manna á fyrstu öld. Hvers vegna fann hann sig knúinn til að vara karla og konur sem voru vígð Guði og smurð heilögum anda við þessari hættu? – Rómv. 1:7.

      2, 3. Hvernig reynir Satan að fá okkur til að hætta að þjóna Jehóva og hvernig getum við upprætt viðhorf sem hafa fest rætur í huga okkar?

      2 Páll hafði áhyggjur vegna þess að sumir kristnir menn höfðu greinilega látið heim Satans og óheilnæma hugmyndafræði hans hafa áhrif á sig. (Ef. 4:17–19) Það getur komið fyrir okkur öll. Satan, guð þessarar aldar, er mikið í mun að við hættum að þjóna Jehóva og notar ýmsar leiðir til að hafa áhrif á okkur. Ef við höfum einhverja löngun til að koma okkur áfram í heiminum eða klífa metorðastigann notfærir hann sér það. Hann reynir líka að notfæra sér uppruna okkar, menningu og menntun til að hafa áhrif á hugsunarhátt okkar.

  • Brjóttu niður allt sem stendur gegn þekkingunni á Guði
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2019 | júní
  • Brjóttu niður allt sem stendur gegn þekkingunni á Guði
    Varðturninn (námsútgáfa) – 2019 | júní
    • ,UMBREYTIST MEÐ HINU NÝJA HUGARFARI‘

      4. Hvaða breytingar þurftum við mörg hver að gera þegar við kynntumst sannleikanum?

      4 Hvaða breytingar þurftirðu að gera þegar þú kynntist sannleika Biblíunnar og ákvaðst að þjóna Jehóva? Við þurftum mörg hver að láta af rangri breytni. (1. Kor. 6:9–11) Við erum Jehóva innilega þakklát fyrir að hafa hjálpað okkur svo að við gátum hætt að stunda það sem er rangt.

      5. Hvað tvennt þurfum við að gera samkvæmt Rómverjabréfinu 12:2?

      5 Við megum samt aldrei verða of örugg með okkur. Þó að við séum hætt að syndga alvarlega eins og við gerðum áður en við skírðumst þurfum við að gæta okkar vandlega og forðast allt sem gæti freistað okkar til að falla aftur í gamla farið. Hvernig gerum við það? Páll svarar því: „Fylgið ekki háttsemi þessa heims. Látið heldur umbreytast með hinu nýja hugarfari.“ (Rómv. 12:2) Við þurfum því að gera tvennt. Í fyrsta lagi þurfum við að hætta að ,fylgja háttsemi þessa heims‘, það er að láta ekki mótast af honum. Í öðru lagi verðum við að „umbreytast“ með því að endurnýja hugarfar okkar.

      Raunveruleg breyting eða yfirborðsleg?

      Órakaður og ógreiddur ungur maður heldur á pappamynd af sjálfum sér í fullri stærð sem sýnir hann vel rakaðan og klæddan skyrtu og með bindi

      Gríska orðið sem er þýtt „umbreytast“ í Rómverjabréfinu 12:2 lýsir algerri breytingu eins og myndbreytingu lirfu í fiðrildi. Að umbreytast merkir að breytast hið innra – breyta innræti okkar og eðli. Gríska orðið sem er þýtt „taka á sig mynd“ í 2. Korintubréfi 11:13–15 lýsir hins vegar breytingu sem er aðeins á yfirborðinu, útlitsbreytingu sem ristir grunnt.

      6. Hvaða hugsun er að baki orðum Jesú í Matteusi 12:43–45?

      6 Umbreytingin sem Páll talar um felur meira í sér en aðeins breytingu á yfirborðinu. Um er að ræða breytingu á öllum hinum innra manni. (Sjá rammann „Raunveruleg breyting eða yfirborðsleg?“) Við þurfum að gerbreyta hugarfari okkar – innstu hugsunum okkar, tilfinningum og löngunum. Við þurfum því öll að spyrja okkur: Eru breytingarnar sem ég geri bara yfirborðslegar eða er ég kristinn í huga og hjarta? Það er heilmikill munur á þessu tvennu. Í Matteusi 12:43–45 gaf Jesús til kynna hvað þyrfti að gera. (Lestu.) Orð hans benda á mikilvægan sannleika: Það er ekki nóg að losa sig við rangar hugsanir. Við þurfum líka að fylla í tómarúmið með hugsunum sem eru Guði að skapi.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila