Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Gjaldið engum illt fyrir illt“
    Varðturninn – 2007 | 1. ágúst
    • „Hefnið yðar ekki sjálfir“

      15. Hvaða ástæðu höfum við til að hefna okkar ekki samkvæmt Rómverjabréfinu 12:19?

      15 Páll gefur til kynna að hógværð sé önnur mikilvæg ástæða fyrir því að við ættum ekki að hefna okkar. Hann segir: „Hefnið yðar ekki sjálfir, þér elskaðir, heldur lofið hinni refsandi reiði Guðs að komast að, því að ritað er: ‚Mín er hefndin, ég mun endurgjalda, segir Drottinn.‘“ (Rómverjabréfið 12:19) Kristinn maður, sem reynir að hefna sín sjálfur, sýnir hroka. Hann tekur sér hlutverk sem tilheyrir Guði. (Matteus 7:1) Þegar hann tekur málin í sínar hendur sýnir hann auk þess að hann treystir ekki því loforði að Jehóva muni endurgjalda. Sannkristnir menn treysta því hins vegar að Jehóva muni „rétta hlut sinna útvöldu“. (Lúkas 18:7, 8; 2. Þessaloníkubréf 1:6-8) Þeir sýna hógværð og láta Guð um að hefna hins illa. — Jeremía 30:23, 24; Rómverjabréfið 1:18.

  • „Gjaldið engum illt fyrir illt“
    Varðturninn – 2007 | 1. ágúst
    • 18. Af hverju er það merki um rétta breytni, kærleika og hógværð að gjalda ekki illt með illu?

      18 Í þessari stuttu yfirferð yfir 12. kafla Rómverjabréfsins höfum við séð nokkrar mikilvægar ástæður fyrir því að við gjöldum engum „illt fyrir illt“. Í fyrsta lagi vitnar það um rétta breytni. Í ljósi þeirrar miklu miskunnar, sem Guð hefur sýnt okkur, er rétt að bjóða okkur honum að fórn og fylgja boðum hans fúslega — þar á meðal boðinu um að elska óvini okkar. Í öðru lagi er það kærleiksríkt að hefna sín ekki. Með því að svara ekki í sömu mynt og stuðla að friði vonumst við til þess að hjálpa jafnvel hörðum andstæðingum að verða tilbiðjendur Jehóva. Í þriðja lagi ber það vott um hógværð að gjalda ekki líku líkt. Það væri hrokafullt að hefna sín því að Jehóva segir: „Mín er hefndin.“ Þar að auki segir í orði Guðs: „Komi hroki, kemur smán, en hjá lítillátum er viska.“ (Orðskviðirnir 11:2) Við sýnum hógværð og visku með því að láta Guð um að hefna hins illa.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila