-
Stenst verk þitt eldinn?Varðturninn – 1999 | 1. janúar
-
-
5. Hver er grundvöllur kristna safnaðarins og hvernig var því spáð?
5 Páll skrifaði: „Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur.“ (1. Korintubréf 3:11) Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Jesú var líkt við grundvöll. Jesaja 28:16 hafði reyndar spáð: „Fyrir því segir hinn alvaldi [Jehóva] svo: Sjá, ég legg undirstöðustein á Síon, traustan stein, óbifanlegan, ágætan hornstein.“ Jehóva hafði lengi ætlað sér að sonur sinn yrði grundvöllur kristna safnaðarins. — Sálmur 118:22; Efesusbréfið 2:19-22; 1. Pétursbréf 2:4-6.
6. Hvernig lagði Páll réttan grundvöll hjá kristnum mönnum í Korintu?
6 Hver er grundvöllurinn hjá kristnum mönnum, hverjum og einum? Eins og Páll sagði er enginn annar grundvöllur hjá sannkristnum mönnum en sá sem orð Guðs leggur — Jesús Kristur. Páll lagði vissulega slíkan grundvöll. Í Korintu, þar sem heimspeki var í hávegum höfð, reyndi hann ekki að vekja hrifningu fólks með því að flíka veraldlegri visku. Hann prédikaði „Krist krossfestan“ sem þjóðirnar vísuðu á bug og þótti óttaleg ‚heimska.‘ (1. Korintubréf 1:23) Páll kenndi að Jesús færi með aðalhlutverk í tilgangi Jehóva. — 2. Korintubréf 1:20; Kólossubréfið 2:2, 3.
-
-
Stenst verk þitt eldinn?Varðturninn – 1999 | 1. janúar
-
-
8. Hvernig leggjum við Krist sem grundvöll hjá væntanlegum lærisveinum?
8 Þegar við leggjum Krist sem grundvöll lýsum við honum hvorki sem hjálparvana hvítvoðungi í jötu né sem jafningja Jehóva í þrenningu. Þetta eru óbiblíulegar hugmyndir sem eru undirstöður falskrar kristni. Við kennum að Jesús hafi verið mesta mikilmenni sögunnar, hafi lagt fullkomið líf sitt í sölurnar fyrir okkur og ríki núna á himnum sem skipaður konungur Jehóva. (Rómverjabréfið 5:8; Opinberunarbókin 11:15) Við reynum líka að vekja löngun nemenda okkar til að feta í fótspor Jesú og líkja eftir eiginleikum hans. (1. Pétursbréf 2:21) Við viljum að kostgæfni hans í boðunarstarfinu, meðaumkun hans með bágstöddum og undirokuðum, miskunn hans við sakbitna syndara og óbilandi hugrekki hans í prófraunum hafi sterk áhrif á þá. Jesús er svo sannarlega afbragðsgrundvöllur. En hvað kemur næst?
-