-
Stenst verk þitt eldinn?Varðturninn – 1999 | 1. janúar
-
-
Notaðu rétt byggingarefni
9. Hvernig hugsaði Páll til þeirra sem tóku við sannleikanum sem hann kenndi, þótt það væri fyrst og fremst hlutverk hans að leggja grunninn?
9 Páll skrifaði: „En ef einhver byggir ofan á grundvöllinn gull, silfur, dýra steina, tré, hey eða hálm, þá mun verk hvers um sig verða augljóst. Dagurinn mun leiða það í ljós, af því að hann opinberast með eldi og eldurinn mun prófa hvílíkt verk hvers og eins er.“ (1. Korintubréf 3:12, 13) Hvað átti hann við? Athugum umgjörðina. Starf Páls fólst fyrst og fremst í því að leggja grunninn. Á trúboðsferðum sínum fór hann borg úr borg og prédikaði fyrir mörgum sem höfðu aldrei heyrt minnst á Krist. (Rómverjabréfið 15:20) Þegar fólk tók við sannleikanum, sem hann kenndi, voru stofnaðir söfnuðir. Páli var mjög annt um hina trúuðu. (2. Korintubréf 11:28, 29) En starf hans útheimti að hann héldi áfram ferð sinni. Eftir að hafa unnið í 18 mánuði í Korintu við að leggja grundvöllinn hélt hann til annarra borga að prédika þar. Hann hafði samt sem áður mikinn áhuga á því hvernig aðrir fylgdu eftir því starfi sem hann hafði sjálfur unnið þar. — Postulasagan 18:8-11; 1. Korintubréf 3:6.
10, 11. (a) Hvernig bar Páll saman ólík byggingarefni? (b) Hvers konar byggingarefni voru sennilega notuð í Korintu? (c) Hvers konar byggingarefni standast betur eld og hvaða lærdóm dregur kristinn kennari af því?
10 En sumir virtust byggja illa ofan á þann grunn sem Páll hafði lagt í Korintu. Hann lýsir vandanum með því að bera saman tvenns konar byggingarefni: gull, silfur og dýra steina annars vegar, og tré, hey og hálm hins vegar. Það er hægt að byggja úr góðum, varanlegum og eldtraustum byggingarefnum, en það er líka hægt að hrófla upp húsi úr endingarlitlum og eldfimum efnum. Eflaust hafa báðar byggingargerðir verið til í jafnstórri borg og Korintu. Þar stóðu mikilfengleg musteri úr gagnheilum og dýrum steinblökkum, kannski með klæðningu, eða gull- og silfurskreyttar.b Þessar varanlegu og tígulegu byggingar gnæfðu sennilega yfir kofa, hreysi og sölubása úr grófgerðri trégrind með stráþaki.
-
-
Stenst verk þitt eldinn?Varðturninn – 1999 | 1. janúar
-
-
12. Hvernig byggðu sumir kristnir menn í Korintu hroðvirknislega?
12 Ljóst er að Páli fannst sumir kristnir menn í Korintu byggja illa. Hvað var að? Samhengið sýnir að sundurlyndi og mannadýrkun ógnaði einingu safnaðarins. Sumir sögðu: „Ég er Páls,“ en aðrir: „Ég er Apollóss.“ Sumir virðast hafa haft of mikið álit á eigin visku. Það er ekkert undarlegt að holdlegt hugarfar, andlegur vanþroski og „metingur og þráttan“ skyldi hljótast af. (1. Korintubréf 1:12; 3:1-4, 18) Þessi viðhorf endurspegluðust auðvitað í kennslunni innan safnaðarins og í boðunarstarfinu. Þess vegna voru vinnubrögðin við að gera menn að lærisveinum hroðvirknisleg, líkt og byggt væri úr lélegum efnum. Slíkir lærisveinar gátu ekki staðist ‚eldinn.‘ Hvaða eld var Páll að tala um?
-
-
Stenst verk þitt eldinn?Varðturninn – 1999 | 1. janúar
-
-
14. (a) Hvernig gætu kristnir kennarar ‚beðið tjón‘ en hvernig gætu þeir bjargast eins og úr eldi? (b) Hvernig getum við haldið tjónahættunni í lágmarki?
14 Þetta er alvarleg áminning! Það getur verið mjög sársaukafullt að leggja hart að sér að gera mann að lærisveini og sjá hann síðan láta undan freistingu eða bugast í ofsóknum og yfirgefa veg sannleikans. Páll viðurkennir það þegar hann segir að við bíðum tjón í slíku tilfelli. Svo mjög getur þetta reynt á okkur að það sé eins og við björgumst „úr eldi“ — rétt eins og manni sé naumlega bjargað úr eldsvoða en missi allt sitt. Hvernig getum við haldið tjónahættunni í lágmarki? Með því að byggja úr varanlegum efnum. Ef við náum til hjartans þegar við kennum nemendum okkar og hvetjum þá til að meta mikils kristna eiginleika eins og visku, hyggindi, ótta Jehóva og ósvikna trú, þá erum við að byggja úr varanlegum, eldtraustum efnum. (Sálmur 19:10, 11; Orðskviðirnir 3:13-15; 1. Pétursbréf 1:6, 7) Þeir sem tileinka sér þessa eiginleika halda áfram að gera vilja Guðs og hafa örugga von um eilíft líf. (1. Jóhannesarbréf 2:17) En hvernig getum við notfært okkur líkingu Páls í verki? Lítum á nokkur dæmi.
15. Hvernig getum við forðast hroðvirknisleg vinnubrögð þegar við kennum biblíunemendum okkar?
15 Þegar við kennum biblíunemendum ættum við aldrei að hampa mönnum fram yfir Jehóva Guð. Við ætlum okkur ekki að kenna þeim að líta á okkur sem aðalviskubrunninn. Við viljum að þeir horfi til Jehóva, orðs hans og skipulags sér til leiðsagnar. Þess vegna svörum við ekki spurningum þeirra frá eigin brjósti heldur kennum þeim að finna svörin með hjálp Biblíunnar og rita hins ‚trúa og hyggna þjóns.‘ (Matteus 24:45-47) Af sömu ástæðu gætum við þess að eigna okkur ekki þá sem við erum að kenna. Í stað þess að gremjast þegar aðrir sýna þeim áhuga ættum við að hvetja nemendur okkar til að gera „rúmgott“ hjá sér með því að kynnast eins mörgum í söfnuðinum og þeir geta. — 2. Korintubréf 6:12, 13.
16. Hvernig geta öldungar byggt úr eldtraustum efnum?
16 Kristnir öldungar gegna einnig mikilvægu hlutverki í því að byggja upp lærisveina. Þegar þeir kenna á safnaðarsamkomum leitast þeir við að byggja úr eldtraustum efnum. Kennsla þeirra, reynsla og persónuleiki getur verið æði breytilegur, en þeir notfæra sér ekki þennan mun til að safna að sér fylgjendum. (Samanber Postulasöguna 20:29, 30.) Við vitum ekki nákvæmlega af hverju sumir Korintumenn sögðust ‚tilheyra Páli‘ eða ‚Appollósi.‘ En við megum vera viss um að hvorugur þessara trúföstu öldunga stuðlaði að slíku sundurlyndi. Páll lét ekki skjalla sig með þessum hætti heldur barðist kröftuglega gegn því. (1. Korintubréf 3:5-7) Öldungar nútímans hafa líka hugfast að þeir eru að gæta ‚hjarðar Guðs.‘ (1. Pétursbréf 5:2) Hún tilheyrir engum manni. Öldungarnir standa því einarðir gegn sérhverri tilhneigingu í þá átt að einn maður ráði annaðhvort yfir hjörðinni eða öldungaráðinu. Meðan öldungarnir eru auðmjúkir og þrá að þjóna söfnuðinum, ná til hjartans og hjálpa sauðunum að þjóna Jehóva af allri sálu, þá byggja þeir úr eldtraustum efnum.
17. Hvernig leitast kristnir foreldrar við að byggja úr eldtraustum efnum?
17 Kristnir foreldrar láta sér einnig mjög annt um þetta mál. Þeir þrá svo heitt að sjá börnin sín lifa að eilífu! Þess vegna leggja þeir hart að sér til að „brýna“ meginreglur orðs Guðs fyrir þeim svo að þær festi rætur í hjartanu. (5. Mósebók 6:6, 7) Þeir vilja að börnin þekki sannleikann, ekki bara sem reglur og staðreyndir heldur sem hamingjuríkan lífsveg. (1. Tímóteusarbréf 1:11, Biblían 1912) Ástríkir foreldrar vilja gera börnin sín að trúföstum lærisveinum Krists og reyna því að byggja úr eldtraustum efnum. Það er þolinmæðisvinna að hjálpa börnunum að uppræta eiginleika sem Jehóva hatar og rækta hjá þeim eiginleika sem hann elskar. — Galatabréfið 5:22, 23.
-