Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Að vera aðgreindur frá heiminum
    „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“
    • 3. (a) Hvernig leit Jesús á stjórnmál samtíðarinnar? (b) Af hverju má segja að andasmurðir fylgjendur Jesú gegni hlutverki erindreka? (Sjá neðanmálsgrein.)

      3 Jesús tók engan þátt í stjórnmálum síns tíma heldur einbeitti sér að því að boða ríki Guðs, himnesku stjórnina sem var í vændum og hann átti að vera konungur yfir. (Daníel 7:13, 14; Lúkas 4:43; 17:20, 21) Þess vegna gat hann sagt þegar hann stóð frammi fyrir rómverska landstjóranum Pontíusi Pílatusi: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi.“ (Jóhannes 18:36) Trúir fylgjendur Jesú líkja eftir honum með því að gefa honum og ríki hans hollustu sína og með því að segja heiminum frá þessu ríki. (Matteus 24:14) „Vér erum því erindrekar Krists,“ skrifaði Páll postuli. „Vér biðjum í Krists stað: Látið sættast við Guð.“a — 2. Korintubréf 5:20, Biblían 1981.

      4. Hvernig hafa allir sannkristnir menn sýnt ríki Guðs hollustu? (Sjá rammagreinina „Frumkristnir menn voru hlutlausir“.)

      4 Erindrekar erlendra ríkja blanda sér ekki í innanríkismál þeirra landa sem þeir eru sendir til. Þeir eru hlutlausir. Þeir gæta hins vegar hagsmuna þeirrar ríkisstjórnar sem þeir reka erindi fyrir. Hið sama er að segja um andasmurða fylgjendur Krists en föðurland þeirra og ríkisfang er á himni. (Filippíbréfið 3:20) Svo ötullega hafa þeir boðað ríki Guðs að þeir hafa hjálpað milljónum ‚annarra sauða‘ Krists að „sættast við Guð“. (Jóhannes 10:16; Matteus 25:31-40) Hinir síðarnefndu styðja andasmurða bræður Jesú og starfa náið með þeim. Báðir hóparnir eru sameinaðir í því að styðja Messíasarríkið og þeir eru algerlega hlutlausir gagnvart stjórnmálum heimsins. — Jesaja 2:2-4.

  • Að vera aðgreindur frá heiminum
    „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“
    • a Frá hvítasunnu árið 33 hefur Kristur verið konungur yfir söfnuði andasmurðra fylgjenda sinna á jörð. (Kólossubréfið 1:13) Árið 1914 tók hann við konungdómi „yfir heiminum“. Andasmurðir kristnir menn eru því erindrekar Messíasarríkisins núna. — Opinberunarbókin 11:15.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila