Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Guð allrar huggunar“
    Varðturninn – 2008 | 1. október
    • ÞAÐ er margt í lífinu sem getur gert okkur döpur, jafnvel fyllt okkur örvæntingu. Ef til vill mæta okkur þjáningar, vonbrigði eða einsemd. Þegar það gerist veltirðu kannski fyrir þér hvar þú getir fengið aðstoð. Í 2. Korintubréfi 1:3, 4 bendir Páll postuli á þann sem er meira en fús til að veita huggun — Jehóva Guð.

      Í 3. versi er Guð kallaður „faðir miskunnsemdanna“. Hvað merkir það? Gríska orðið, sem þýtt er ‚miskunnsemdir‘, getur falið í sér hugmyndina um að finna til með öðrum vegna þess að þeir þjást.a Í biblíuskýringarriti segir að þetta orðalag geti þýtt „kennir í brjósti um“ eða „er mjög annt um“. ‚Miskunnsemdir‘ Guðs knýja hann til verka. Langar okkur ekki til að nálægja okkur Guði þegar við kynnumst þessari hlið á persónuleika hans?

      Páll segir líka að Jehóva sé „Guð allrar huggunar“. Hann notar hér orð sem er sagt fela í sér hugmyndina „að hughreysta einhvern í erfiðleikum eða sorg og þá hugmynd að gera eitthvað í þeim tilgangi að aðstoða hann eða uppörva“. The Interpreter’s Bible segir: „Við huggum þann sem þjáist með því að telja í hann kjark til að þola erfiðleikana.“

      Þú veltir kannski fyrir þér hvernig Guð huggi okkur og telji í okkur kjark til að þola erfiðleika. Hann gerir það aðallega með orði sínu Biblíunni og bæninni. Páll segir að Guð hafi í kærleika sínum gefið okkur orð sitt „til þess að við héldum von okkar vegna þess þolgæðis og uppörvunar sem ritningarnar gefa“. Með innilegum bænum getum við auk þess fengið ‚frið Guðs sem er æðri öllum skilningi‘. — Rómverjabréfið 15:4; Filippíbréfið 4:7.

  • „Guð allrar huggunar“
    Varðturninn – 2008 | 1. október
    • a Guð er kallaður „faðir [eða upphaf] miskunnsemdanna“ því að meðaumkun á upptök sín hjá honum og er hluti af eðli hans.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila