-
Fylgir þú hinni „ágætari leið“ kærleikans?Varðturninn – 2009 | 15. júlí
-
-
Það er yndislegt að tilheyra hlýlegri og samheldinni fjölskyldu. Gríska orðið storgeʹ var oft notað til að lýsa eðlilegri ástúð sem ríkir innan fjölskyldunnar. Kristnir menn leggja sig fram um að sýna öðrum í fjölskyldunni kærleika. En Páll spáði að á síðustu dögum yrðu menn almennt „kærleikslausir“.b — 2. Tím. 3:1, 3.
Því miður verður æ sjaldgæfara í heimi nútímans að fólk sýni þessa eðlilegu ástúð sem ætti að ríkja innan fjölskyldunnar. Af hverju fara svona margar verðandi mæður í fóstureyðingu? Af hverju eru svona margir sem sýna öldruðum foreldrum engan áhuga? Af hverju heldur skilnuðum stöðugt áfram að fjölga? Af því að eðlileg ástúð innan fjölskyldunnar er á undanhaldi.
-
-
Fylgir þú hinni „ágætari leið“ kærleikans?Varðturninn – 2009 | 15. júlí
-
-
b Orðið „kærleikslausir“ er þýðing á einni mynd af orðinu storgeʹ með neikvæða forskeytinu a sem þýðir „án“. Sjá einnig Rómverjabréfið 1:31.
-