Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lff kafli 36
  • Vertu heiðarlegur í öllu sem þú gerir

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vertu heiðarlegur í öllu sem þú gerir
  • Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • KAFAÐU DÝPRA
  • SAMANTEKT
  • KANNAÐU
  • Vertu heiðarlegur á öllum sviðum
    „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“
  • Eiginleiki sem er dýrmætari en demantar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Vertu heiðarlegur í öllum greinum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Verum heiðarleg í óheiðarlegum heimi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
lff kafli 36
Kafli 36. Maður undirritar skjal.

KAFLI 36

Vertu heiðarlegur í öllu sem þú gerir

Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa
Prentuð útgáfa

Allir vilja eiga vini sem eru heiðarlegir. Jehóva ætlast líka til þess að vinir hans séu heiðarlegir. En það er ekki auðvelt í heimi þar sem svo margir eru óheiðarlegir. Hvaða gagn höfum við af því að vera heiðarleg í öllu sem við gerum?

1. Hver er mikilvægasta ástæðan til að vera heiðarlegur?

Við sýnum Jehóva að við elskum hann og virðum þegar við erum heiðarleg við aðra. Hugleiddu þetta: Jehóva tekur eftir öllu sem við hugsum og gerum. (Hebreabréfið 4:13) Hann sér þegar við veljum að vera heiðarleg og hann kann að meta það. Í orði hans segir: „Jehóva hefur andstyggð á hinum svikula en er náinn vinur hinna réttlátu.“ – Orðskviðirnir 3:32.

2. Hvernig getum við verið heiðarleg í daglega lífinu?

Jehóva vill að við séum „sannorð hvert við annað“. (Sakaría 8:16, 17) Hvað felur það í sér? Við ljúgum hvorki né gefum villandi upplýsingar, hvort sem við erum að tala við einhvern úr fjölskyldunni, vinnufélaga, trúsystkini eða embættismenn. Þeir sem eru heiðarlegir stela ekki frá öðrum eða svindla á þeim. (Lestu Orðskviðina 24:28 og Efesusbréfið 4:28.) Og þeir borga skatta samviskusamlega. (Rómverjabréfið 13:5–7) Við erum ákveðin í að ‚vera heiðarleg í öllu sem við gerum‘. – Hebreabréfið 13:18.

3. Hvernig er heiðarleiki til góðs?

Aðrir treysta okkur ef við erum þekkt fyrir að vera heiðarleg. Við stuðlum að öruggu og heimilislegu andrúmslofti í söfnuðinum. Og við höfum hreina samvisku. Heiðarleiki okkar getur líka verið „kenningu Guðs, frelsara okkar, til lofs“ og laðað aðra að sannri tilbeiðslu. – Títusarbréfið 2:10.

KAFAÐU DÝPRA

Sjáðu hvaða áhrif heiðarleiki þinn hefur á Jehóva og á þig sjálfan og kynntu þér hvernig þú getur verið heiðarlegur á ýmsum sviðum lífsins.

4. Heiðarleiki gleður Jehóva

Lesið Sálm 44:21 og Malakí 3:16 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Af hverju er óskynsamlegt að halda að maður geti falið eitthvað fyrir Jehóva?

  • Hvað heldurðu að Jehóva finnist um það þegar við veljum að segja satt, jafnvel þegar það er erfitt?

Faðir krýpur til að hlusta á dóttur sína. Hún hefur hellt niður ávaxtasafa á skrifborðið.

Börn gleðja foreldra sína þegar þau segja satt. Við gleðjum Jehóva þegar við segjum satt.

5. Vertu alltaf heiðarlegur

Mörgum finnst ekki alltaf skynsamlegt að vera heiðarlegir. En hugleiddu af hverju við ættum alltaf að vera heiðarleg. Spilið MYNDBANDIÐ.

MYNDBAND: Hvað stuðlar að gleði? – hrein samviska (2:32)

Mynd úr myndbandinu ‚Hvað stuðlar að gleði? – hrein samviska‘. Sveinn og yfirmaður hans takast í hendur eftir að Sveinn viðurkennir dýrkeypt mistök.

Lesið Hebreabréfið 13:18 og ræðið síðan hvernig við getum verið heiðarleg …

  • við fjölskylduna.

  • í vinnunni eða í skólanum.

  • við aðrar aðstæður.

6. Það er okkur til góðs að vera heiðarleg

Það getur haft í för með sér vissa erfiðleika að vera heiðarlegur. En til langs tíma litið er það alltaf það besta í stöðunni. Lesið Sálm 34:12–16 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvernig gerir heiðarleiki líf þitt betra?

A. Hjón ræða málin yfir kaffibolla. B. Vélvirki fær hrós frá yfirmanninum á vinnustaðnum. C. Maður í bíl sýnir lögregluþjóni skilríki.
  1. Heiðarleiki styrkir hjónabandið.

  2. Heiðarlegir starfsmenn ávinna sér traust vinnuveitenda sinna.

  3. Heiðarlegir borgarar eignast gott mannorð hjá embættismönnum.

SUMIR SEGJA: „Sumar lygar eru svo smávægilegar að þær skipta ekki máli.“

  • Hvers vegna hatar Jehóva allar lygar?

SAMANTEKT

Jehóva vill að vinir sínir séu heiðarlegir í öllu sem þeir segja og gera.

Upprifjun

  • Hvernig getum við verið heiðarleg?

  • Hvers vegna er óskynsamlegt að halda að við getum falið eitthvað fyrir Jehóva?

  • Hvers vegna vilt þú alltaf vera heiðarlegur?

Markmið

KANNAÐU

Hvernig geta foreldrar kennt börnum sínum heiðarleika?

Segjum satt (1:44)

Hvernig er það okkur til góðs að standa við loforð okkar?

Það hefur blessun í för með sér að halda loforð sín (9:09)

Lestu um hvort við þurfum að borga skatta, jafnvel þegar þeir eru notaðir á rangan hátt.

„Skattar – er nauðsynlegt að greiða þá?“ (Grein úr Varðturninum)

Hvað fékk óheiðarlegan mann til að gera breytingar á lífi sínu og sjá heiðarlega fyrir sér?

„Ég komst að því að Jehóva er miskunnsamur og fús að fyrirgefa“ (Grein úr Varðturninum)

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila