-
Heimurinn átti þá ekki skiliðVarðturninn – 1987 | 1. júní
-
-
7. (a) Hverjir ‚unnu sigur á konungsríkjum‘? (b) Hverjir „iðkuðu réttlæti“ vegna trúar?
7 Vegna trúar getum við staðist hverja prófraun ráðvendni okkar, sem verkast vill, og gert hvaðeina sem samræmist vilja Guðs. (Lestu Hebreabréfið 11:33, 34.) Þegar Páll nefnir ýmis önnur trúarverk hefur hann bersýnilega í huga hebreska dómara, konunga og spámenn, því að hann var nýbúinn að láta þeirra getið. „Fyrir trú unnu“ dómarar svo sem Gídeon og Jefta, „sigur á konungsríkjum.“ Það gerði líka Davíð konungur sem sigraði Filista, Móabíta, Sýrlendinga, Edomíta og fleiri. (2. Samúelsbók 8:1-14) Með trú sinni iðkuðu ráðvandir dómarar og stuðluðu að „réttlæti,“ og réttlát heilræði Samúels og annarra spámanna komu að minnsta kosti sumum til að snúa baki við rangri breytni. — 1. Samúelsbók 12:20-25; Jesaja 1:10-20.
-
-
Heimurinn átti þá ekki skiliðVarðturninn – 1987 | 1. júní
-
-
10. Hverjir „slökktu eldsbál“ vegna trúar og hvað getur sambærileg trú gert okkur kleift?
10 Hinir ráðvöndu félagar Daníels, Hebrearnir Sadrak, Mesak og Abednegó, „slökktu eldsbál“ í reynd. Þegar þeim var hótað dauða í ofurheitum ofni sögðu þeir Nebúkadnesar konungi að þeir myndu ekki þjóna guðum einvaldsins í Babýlon eða dýrka líkneskið, sem hann hafði reist, og einu gilti hvort Guð þeirra myndi bjarga þeim eða ekki. Jehóva slökkti ekki eldinn í ofninum en hann tryggði að eldurinn ynni Hebreunum þrem ekkert tjón. (Daníel 3:1-30) Sambærileg trú gerir okkur fært að varðveita ráðvendni við Guð þegar við blasir dauði fyrir óvinahendi. — Opinberunarbókin 2:10.
11. (a) Hverjir „komust undan sverðseggjum“ vegna trúar? (b) Hverjir „urðu styrkir“ vegna trúar? (c) Hverjir „gjörðust öflugir í stríði og stökktu fylkingum óvina á flótta“?
11 Davíð ‚komst undan sverðseggjum‘ manna Sáls konungs. (1. Samúelsbók 19:9-17) Spámennirnir Elía og Elísa komust líka undan dauða fyrir sverði. (1. Konungabók 19:1-3; 2. Konungabók 6:11-23) En hverjir „urðu styrkir, þótt áður væru þeir veikir“? Nú, Gídeon áleit sig og menn sína of veika til að losa Ísrael undan oki Midianíta. En Guð styrkti hann og gaf honum sigur — með aðeins 300 mönnum! (Dómarabókin 6:14-16; 7:2-7, 22) Þegar hár Samsonar var skorið varð hann ‚veikur‘ en Jehóva gerði hann ‚styrkan‘ svo að hann gat orðið fjölmörgum Filistum að bana. (Dómarabókin 16:19-21, 28-30; samanber Dómarabókina 15:13-19.) Páll kann líka að hafa haft í huga Hiskía konung sem ‚varð styrkur‘ eftir bæði hernaðarleg og jafnvel líkamleg veikindi. (Jesaja 37:1-38:22) Jefta dómari og Davíð konungur eru í hópi þeirra þjóna Guðs sem „gjörðust öflugir í stríði.“ (Dómarabókin 11:32, 33; 2. Samúelsbók 22:1, 2, 30-38) Og meðal annars Barak dómari ‚stökkti fylkingum óvina á flótta.‘ (Dómarabókin 4:14-16) Allar þessar hetjudáðir ættu að sannfæra okkur um að við getum staðist sérhverja prófraun ráðvendni okkar og gert hvaðeina sem er í samræmi við vilja Jehóva.
-