Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Umfram allt hafið brennandi kærleika hver til annars“
    Haltu vöku þinni!
    • „Umfram allt hafið brennandi kærleika hver til annars“

      Endir allra hluta er í nánd. . . . Umfram allt hafið brennandi kærleika hver til annars.“ — 1. PÉTURSBRÉF 4:7, 8.

      JESÚS vissi að síðustu stundirnar, sem hann átti með lærisveinum sínum, voru afar dýrmætar. Hann vissi hvað beið þeirra. Þeir áttu feikilegt verk fyrir höndum en yrðu hataðir og ofsóttir líkt og hann. (Jóhannes 15:18-20) Hann minnti þá á það nokkrum sinnum síðasta kvöldið, sem þeir voru saman, að þeir þyrftu að „elska hver annan“. — Jóhannes 13:34, 35; 15:12, 13, 17.

      2 Pétur postuli, sem var með þeim þetta kvöld, skildi hvað Jesús átti við. Mörgum árum síðar, skömmu áður en Jerúsalem var eytt, benti hann á hve kærleikurinn væri mikilvægur. Hann gaf kristnum mönnum eftirfarandi ráð: „Endir allra hluta er í nánd. . . . Umfram allt hafið brennandi kærleika hver til annars.“ (1. Pétursbréf 4:7, 8) Þetta eru mjög merkingarrík orð fyrir þá sem eru uppi á „síðustu dögum“ núverandi heimskerfis. (2. Tímóteusarbréf 3:1) Hvað er ,brennandi kærleikur‘? Hvers vegna er áríðandi að hafa brennandi kærleika til annarra? Og hvernig getum við sýnt að við gerum það?

      Hvað er ,brennandi kærleikur‘?

      3 Margir halda að kærleikur þurfi að kvikna af sjálfu sér. En Pétur var ekki að tala um hvaða kærleika sem er heldur göfugustu mynd hans. Orðið kærleikur í 1. Pétursbréfi 4:8 er þýðing gríska orðsins agaʹpe. Orðið lýsir óeigingjörnum kærleika sem hefur meginreglu að leiðarljósi. Heimildarrit segir: „Hægt er að segja agape-kærleikanum fyrir verkum vegna þess að hann er ekki fyrst og fremst tilfinning heldur viljastýrð ákvörðun sem leiðir til verka.“ Þar sem við höfum arfgenga tilhneigingu til að vera eigingjörn þarf að minna okkur á að sýna hvert öðru kærleika í samræmi við meginreglur Guðs. — 1. Mósebók 8:21; Rómverjabréfið 5:12.

      4 Það er ekki svo að skilja að við eigum að elska hvert annað af skyldukvöð einni saman. Agaʹpe-kærleikurinn er alls ekki sneyddur tilfinningu og hlýju. Pétur segir að við verðum að hafa „brennandi [bókstaflega „útteygðan“] kærleika hver til annars“.a (Kingdom Interlinear) Engu að síður kostar hann áreynslu. Fræðimaður segir um gríska orðið sem þýtt er „brennandi“: „Það dregur upp mynd af íþróttamanni sem neytir síðustu kraftanna til að teygja á vöðvunum þegar hlaupinu er rétt að ljúka.“

      5 Kærleikur okkar má því ekki takmarkast við það sem er auðvelt eða við fáeina útvalda heldur þarf hann að ,teygja á‘ hjarta okkar þannig að við elskum, jafnvel þó að það kosti áreynslu. (2. Korintubréf 6:11-13) Þetta er kærleikur sem þarf augljóslega að rækta og styrkja, rétt eins og íþróttamaður þarf að þjálfa sig og leggja sig fram við að brýna hæfileika sína. Það er afar mikilvægt að við elskum hvert annað á þennan hátt. Hvers vegna? Fyrir því eru að minnsta kosti þrjár ástæður.

  • „Umfram allt hafið brennandi kærleika hver til annars“
    Haltu vöku þinni!
    • 7 Í öðru lagi er sérstaklega mikilvægt núna að elska trúsystkini okkar til að geta rétt þeim hjálparhönd í neyð, vegna þess að „endir allra hluta er í nánd“. (1. Pétursbréf 4:7) Við lifum á erfiðum tímum. (2. Tímóteusarbréf 3:1) Allt leggst á eitt, ástandið í heiminum, náttúruhamfarir og andstaða af ýmsu tagi. Þegar þrengt er að okkur þurfum við að standa þéttar saman. Brennandi kærleikur tengir okkur sterkum böndum þannig að okkur langar til að bera „umhyggju hver fyrir öðrum“. — 1. Korintubréf 12:25, 26.

      8 Í þriðja lagi þurfum við að elska hvert annað vegna þess að við viljum ekki ,gefa djöflinum færi‘ á að nota okkur. (Efesusbréfið 4:27) Satan er fljótur til að nýta sér ófullkomleika meðbræðra okkar, veikleika þeirra, galla og mistök, til að bregða fæti fyrir okkur. Hættum við að sækja safnaðarsamkomur ef trúbróðir eða trúsystir er tillitslaus eða óvingjarnleg í framkomu? (Orðskviðirnir 12:18) Við gerum það ekki ef við höfum brennandi kærleika hvert til annars. Kærleikurinn hjálpar okkur að viðhalda friði og einingu og þjóna Guði „einhuga“. — Sefanía 3:9.

  • „Umfram allt hafið brennandi kærleika hver til annars“
    Haltu vöku þinni!
    • 13 Kærleikurinn hvetur okkur til að horfa fram hjá göllum annarra. Þegar Pétur hvatti lesendur sína til að ,hafa brennandi kærleika hver til annars‘ gaf hann líka skýringu á því hvers vegna það væri svona mikilvægt. „Því að kærleikur hylur fjölda synda,“ sagði hann. (1. Pétursbréf 4:8) Að ,hylja‘ syndir er ekki það sama og fela alvarlegar syndir. Það er rétt að skýra öldungum safnaðarins frá alvarlegum syndum svo að þeir geti tekið á þeim. (3. Mósebók 5:1; Orðskviðirnir 29:24) Það væri alls ekki kærleiksríkt — né biblíulega rétt — að leyfa ófyrirleitnum syndurum að halda áfram að skaða sakleysingja eða níðast á þeim. — 1. Korintubréf 5:9-13.

      14 Langoftast eru mistök og gallar trúsystkina okkar smávægileg. Okkur verður öllum á í orði eða verki af og til, við bregðumst vonum annarra eða særum þá jafnvel. (Jakobsbréfið 3:2) Ættum við að hlaupa til og bera galla annarra á torg? Það myndi einungis valda ósamlyndi í söfnuðinum. (Efesusbréfið 4:1-3) Við ,bakmælum‘ ekki trúsystkinum okkar ef við látum kærleikann ráða ferðinni. (Sálmur 50:20) Kærleikurinn hylur ófullkomleika annarra, rétt eins og pússning og málning hylja misfellur á vegg. — Orðskviðirnir 17:9.

  • „Umfram allt hafið brennandi kærleika hver til annars“
    Haltu vöku þinni!
    • a Í öðrum biblíuþýðingum segir í 1. Pétursbréfi 4:8 að við verðum að elska hvert annað „innilega“, „djúpt“ eða „einlæglega“.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila